Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 18
G u n n a r Þ ó r B j a r n a s o n 18 TMM 2010 · 3 En nokkrum árum síðar var Jón Sigurðsson í öðru hlutverki. Hann var orðinn liðsmaður þeirra sem börðust gegn aðild Íslands að Atlants­ hafsbandalaginu. Miðvikudaginn 30. mars árið 1949 mátti samkvæmt frásögn Þjóðviljans sjá „hvernig minnismerki Jóns Sigurðssonar hvarf smám saman bak við bandaríska gasmekki, en grímuklæddir kylfumenn stigu óheimlegan villimannadans umhverfis líkneskið“. Þessi mynd „mun geymast í hugum þúsundanna, sem á horfðu, táknræn mynd um hina geigvænlegu atburði þessa dags, þá atburði, sem áttu að afmá lífs­ verk Jóns Sigurðssonar á sama hátt og gasið byrgði mynd hans“. Innan við þremur mánuðum síðar hefðu ráðamenn Íslands, „ærðir af röddum sjúkrar samvizku“, lagt blómsveig við styttu þjóðhetjunnar líkt og þeir teldu sig „geta rænt Jóni Sigurðssyni frá þjóð sinni. En Jón Sigurðs­ son er ekki dáinn, heldur lifir hann. Hann lifir í öllum þjóðhollum Íslendingum og aldrei hefur hann verið þjóð sinni jafn nákominn og eftir 30. marz.“14 Hverjir voru þjóðhollir og hverjir ekki, þar var efinn. Þeir sem Þjóð­ viljinn sakaði um svik við Jón Sigurðsson í mars 1949 og arftakar þeirra hafa ekki heldur verið í vandræðum með að túlka hugmyndir Jóns sér í hag. Um það væri hægt að nefna mýmörg dæmi. Hér verður látið nægja að vitna í Hannes Hólmstein Gissurarson stjórnmálafræðing sem skrifaði þetta á útmánuðum ársins 2008: „Jón var frjálslyndur íhalds­ maður og frá honum beinn sögulegur þráður um Hannes Hafstein, Jón Þorláksson, Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson til Davíðs Odds­ sonar.“15 Eftir því sem lengra leið frá lýðveldisstofnun dofnaði nokkuð áhugi Íslendinga á Jóni Sigurðssyni. Í skólum var smátt og smátt hætt að nota kennslubækur í sögu sem voru innblásnar af þjóðernishyggju og hetjudýrkun. Þekkingu á þjóðhetjunni hrakaði og 17. júní veslaðist hálf­ partinn upp; varð smátt og smátt gamaldags og merkingarsnauður. Að minnsta kosti virtist fólk sýna þjóðhátíðardeginum æ minni áhuga þótt Jóni hafi enn verið sungið lof í hátíðarræðum. Á sama tíma færðist líf og fjör í aðrar hátíðir, til dæmis Gay Pride og menningarnótt í Reykjavík. Þær virtust einhvern veginn hafa meiri tilgang og höfða til æ fleiri. Sjaldnar var gripið til Jóns í stjórnmálabaráttu samtímans. Á öndverðri 21. öld mátti því með réttu spyrja, eins og Sverrir Jakobsson gerði á blöðum þessa tímarits árið 2003, hvort sá tími nálgaðist ekki að þjóðin gleymdi hreinlega þjóðhetjunni. Svo varð hrun og samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir færðust í brennidepil. Þá var aftur þörf fyrir þjóðhetju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.