Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 19
J ó n S i g u r ð s s o n s n ý r a f t u r TMM 2010 · 3 19 Rödd þjóðhetjunnar Í búsáhaldabyltingunni var stundum eins og Jón Sigurðsson væri potturinn og pannan í mótmælunum. Stytta hans gnæfði yfir mótmælendum á Austurvelli og virtist fylgjast grannt með öllu. Og einn laugardag í nóvember 2008 tóku nokkrar konur sig til og klæddu styttuna góðu í bleikan kjól til að minna á að nú væru konur fullgildir þátttakendur í samfélaginu, ólíkt því sem var á 19. öld. Ef til vill má líta á það sem eins konar uppreisn gegn karlhetjunni Jóni Sigurðssyni sem á sínum tíma hafði engan áhuga á kvenréttindum. Eða vildu konurnar bara eigna sér þjóðhetjuna líkt og svo margir hópar virðast þurfa að gera? En þótt þjóðfundarmenn 1851 hafi allir verið karlmenn og hin frægu mótmæli þeirra í karlkyni fleirtölu skírskotuðu þau engu að síður til sumra þeirra sem söfnuðust saman á Austurvelli á fyrstu mánuð­ unum eftir hrun. „Í öllum mótmælum er Jón Sigurðsson á staðnum,“ sagði Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, sem brýndi raust sína oftar en einu sinni á mótmælafundum á Austurvelli. „Það er ekki síst rödd Jóns Sigurðssonar, þjóðhetjunnar sem leiddi sjálfstæðisbaráttuna gegn Dönum, sem talar í gegnum okkur,“ sagði Einar Már jafnframt.16 Annars gerðu háværustu mótmælendurnir í búsáhaldabyltingunni sér sjaldan mikinn mat úr Jóni og hann kom lítið við sögu í öllum látunum sem urðu í janúar 2009. Aðrir héldu merki hans hærra á loft. Íslendinga skortir nú „stjórnmálalegan leiðtoga“, einhvern „sem varðar veginn fram úr þessum erfiðu aðstæðum“. Þetta sagði Hrund Rúdolfsdóttir, for­ maður Samtaka verslunar og þjónustu, á aðalfundi samtakanna í mars 2009 og taldi að Jón Sigurðsson hefði einmitt gert það á sínum tíma. Hún vitnaði í grein Jóns frá árinu 1842 þar sem hann brýndi landa sína til dáða með eftirfarandi orðum: „Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur! Það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi! Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar!“ Hrund virtist telja þetta frábæra herhvöt til þjóðar í kreppu því hún sagði í framhaldinu: „Ég auglýsi hérmeð eftir nýjum Jóni Sigurðs­ syni eða Jónínu Sigurðardóttur til að mála framtíðina fyrir þjóðina og hvetja hana til dáða.“17 Ýmsir hafa talað á þessum nótum eftir ósköpin sem dundu yfir land og þjóð haustið 2008. Enda er það almenn skoðun að stjórnmálamenn, ekki síst leiðtogarnir, hafi brugðist þjóðinni. Því hafi farið sem fór. Hvar er þá betra að leita að fyrirmynd en í sjálfstæðis­ baráttunni sem, eftir á að hyggja, virðist hrein og tær og ómenguð af flokkadráttum samtímans? Og er til betri fyrirmynd en sómi Íslands, sverð þess og skjöldur? Jón Sigurðsson, eða kvenkyns tvífari hans,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.