Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 20
G u n n a r Þ ó r B j a r n a s o n 20 TMM 2010 · 3 verður ímynd hins fullkomna leiðtoga sem getur sameinað þjóðina og vísað henni leið út úr ógöngunum sem hún hefur ratað í. Fáir munu finna að því þótt Jóni Sigurðssyni sé hampað sem leiðtoga þjóðarinnar og stjórnmálamenn nú á dögum léttvægir fundir í samanburði við hann. Enda var hann „foringinn mikli“.18 Öðru máli gegnir um afstöðu forseta til heitustu deilumála samtímans. Þar sýnist vitanlega sitt hverjum. Sá Jón Sigurðsson sem að undanförnu hefur látið mest að sér kveða í þjóðmálaumræðunni er andvígur því að íslenska þjóðin greiði Bretum og Hollendingum skuldir Landsbankans sáluga vegna Icesave­reikninganna. Og hann er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta eru að minnsta kosti þeir tónar sem hæst hafa hljómað á þeim tíma sem liðinn er frá því íslensku bankarnir hrundu. Það er því þjóðernissinninn Jón Sigurðsson sem á upp á pallborðið um þessar mundir. Eða „þjóðarsinninn“, svo notað sé orð sem Jóni sjálfum var tamt.19 Miklu minna fer fyrir hinum frjálslynda alþjóðasinna sem Sverrir Jakobsson sagði að hafi verið í tísku fyrir nokkrum árum. Það er fylgst með atkvæði þínu Þegar tekist var á um Icesave í sölum alþingis sumarið 2009 birtust í blöðum auglýsingar eins og sú sem sjá má hér á síðunni. Markmið þeirra var að þrýsta á þingmenn um að samþykkja ekki ríkisábyrgð vegna Icesave. Það var „áhugafólk um framtíð Íslands“ sem greip til þessarar nýstárlegu aðferðar við að nota fortíðina sem vopn í pólitískri baráttu samtímans. „Það er fylgst með atkvæði þínu,“ sagði í annarri auglýsingu og fyrir ofan þau orð mátti sjá augu Jóns Sig­ urðssonar. Neðst í auglýsingunni stóð: „Afstaða þín verður geymd en aldrei gleymd.“ Jón var sem sagt orðinn þátttakandi í því sem sumir hafa kallað eitt stærsta mál Íslandssögunnar. Icesave­samningur íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga var jafnvel sagður ganga næst Gamla sáttmála að mikilvægi fyrir örlög þjóðarinnar. Látum liggja milli hluta hvort Gamli sáttmáli var góður eða slæmur, eða jafnvel hvort hann var yfirleitt til. Aðalatriðið er að Jón er hér notaður sem tákn hins sögulega minnis, þess sem varir. Ímynd hans er notuð til að undirstrika að Icesave sé ekkert dægurmál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.