Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 22
G u n n a r Þ ó r B j a r n a s o n
22 TMM 2010 · 3
Hrafnseyrarræða ráðherrans fyrrverandi er, ásamt öðru, til marks
um að fullveldissinnar virðast hafa náð frumkvæði í því að beita
þjóðhetjunni í sína þágu. Frjálslyndi alþjóðasinninn hefur horfið í
skuggann af þjóðarsinnanum. Mönnum líkar það misvel, eins og
vænta mátti. Evrópufræðingurinn Eiríkur Bergmann Einarsson segir
stjórnmálaumræður hér á landi liggja „í mjög afmörkuðum brautum
sem lagðar voru í sjálfstæðisbaráttunni“. Jón Sigurðsson „skiptir
ennþá sköpum“, eða öllu heldur „goðsögnin um Jón Sigurðsson“, segir
Eiríkur.23
Sögufölsun?
Jón Sigurðsson skiptir ekki sköpum í íslenskri stjórnmálaumræðu
á öndverðri 21. öld. En hann er partur af henni, „merkimiði“ sem
menn veifa við ýmis tækifæri.24 Og söguskoðun fólks hefur alltaf áhrif
á stjórn málaviðhorf þess. Hlutur Jóns í deilumálum ársins 2009 er
sennilega einungis forsmekkurinn að því sem koma skal á næstu miss
erum. Stærsta málið er eftir, þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Þá verður Jón í fremstu víglínu, ef að líkum lætur.
Þótt fullveldissinnar hafi verið duglegri við að nýta sér nafn hans að
undanförnu mun hann leggja báðum fylkingum lið þegar þar að kemur.
Enda á enginn Jón Sigurðsson. Það er rétt hjá Sverri Jakobssyni að flestir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi í verkum hans. Er það svo slæmt? Eða
er það „gróf sögufölsun“ að tengja Jón Sigurðsson við álitamál sam
tímans?25
Jón Sigurðsson var óumdeildur leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar meðan
hans naut við og þjóðhetja allar götur síðan. Skrif hans voru víðfeðm og
margar ritgerðir hans eru sígildar, til dæmis greinar hans í Nýjum félags
ritum um alþingi, verslun, skóla og menntun og íslenskar þjóðsögur.
Jón var frjálslyndur þjóðvinur en brýndi jafnframt fyrir landsmönnum
hversu mikilvægt væri að eiga sem mest viðskipti við aðrar þjóðir og
læra af þeim. Hann skrifaði um félagsskap og samtök, frelsi og framfarir
og gildi þess að glæða þjóðarandann, eins og oft var komist að orði í
þá daga. Allt sem varðaði sögu, menningu og hag íslensku þjóðarinnar
var honum hjartans mál. Þjóðmálaskrif hans eru órjúfanlegur hluti af
sögu þjóðríkismyndunar á Íslandi og margt í þeim á enn fullt erindi við
þjóðina.
Oft er rætt um nauðsyn þess gera upp við arf sjálfstæðisbaráttunnar.
„Við höngum ennþá á ýktri og poppaðri versjón af þeirri sjálfsmynd
sem var smíðuð í sjálfstæðisbaráttunni þegar Íslendingar þurftu að