Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 31
H ú s s k á l d s i n s á S k r i ð u k l a u s t r i o g h ö f u n d u r þ e s s
TMM 2010 · 3 31
á Íslandi yrðu að veruleika. Bauð hann þegar fram aðstoð sína við að
teikna húsið. Þetta kemur fram í bréfi sem Höger sendi Gunnari þann
10. mars 1939. Þar vitnar hann í fund þeirra í Hamborg viku síðar. Í
tengslum við vinnu Högers að hönnun hússins á Skriðuklaustri fór
Jóhann Fr. Kristjánsson utan á fund þeirra Gunnars í Hamborg. Varð
veist hafa ljósmyndir af þeim þremur saman sem teknar eru í þessari
heimsókn.
Þann 20. apríl ritar Gunnar í bréfi til Guttorms Pálssonar:
Það lítur ekki út fyrir að eg geti sent þér uppdráttinn að húsinu svo tímanlega,
að hann nái þér í Bergen. Jóhann [Fr. Kristjánsson] kom með Goðafossi og við
höfum síðan staðið í stappi með að koma vini mínum Höger (byggingameistar
anum hér) í skilning, hvernig hægt sé að byggja á Íslandi. Það hefur gengið örð
uglega, því aðstæður hér og þar eru svo ólíkar, og þær uppástungur, sem hann
hefur gert, hafa reynst annaðhvort of óhentugar eða of dýrar, eða hvort tveggja.
Allur okkar tími hefur farið í þetta, svo við höfum ekki getað öðru sinnt, varla
eg fyrir mitt leyti að skaffa nauðsynlegustu bréf. Eg hafði vonað að geta látið þig
hafa grundvöllinn með heim, en verð nú líklega að bíða um nokkra daga […]
Ef þú skyldir fá þetta bréf svo tímanlega, að þú hefðir ráðrúm til að senda mér
línu frá Bergen, þætti mér vænt um að fá að vita hvort þú heldur að nægilegt
grjót sé fyrir hendi á Klaustri eða hægt að viða því að með góðu móti, til þess að
geranlegt væri að hlaða úr því ytra borð ytra veggjar og steinlím á milli?
Líklega hefur ágreiningurinn sem vísað er til í bréfinu tengst þeirri
hugmynd að hlaða veggi hússins úr náttúrusteini. Hentugur hleðslu
steinn var ekki tiltækur í nágrenni Skriðuklausturs auk þess sem þessi
veggjagerð var mjög dýr í samanburði við steinsteypu. Á endanum varð
sú lausn ofan á að leggja steina í ysta lag steinsteypu svo veggir hússins
litu út fyrir að vera hlaðnir. Höger og samstarfsmenn luku við endan
legar teikningar að húsinu snemma í maí 1939 ásamt verklýsingum.20
Teikning Högers af Skriðuklaustri.