Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 31
H ú s s k á l d s i n s á S k r i ð u k l a u s t r i o g h ö f u n d u r þ e s s TMM 2010 · 3 31 á Íslandi yrðu að veruleika. Bauð hann þegar fram aðstoð sína við að teikna húsið. Þetta kemur fram í bréfi sem Höger sendi Gunnari þann 10. mars 1939. Þar vitnar hann í fund þeirra í Hamborg viku síðar. Í tengslum við vinnu Högers að hönnun hússins á Skriðuklaustri fór Jóhann Fr. Kristjánsson utan á fund þeirra Gunnars í Hamborg. Varð­ veist hafa ljósmyndir af þeim þremur saman sem teknar eru í þessari heimsókn. Þann 20. apríl ritar Gunnar í bréfi til Guttorms Pálssonar: Það lítur ekki út fyrir að eg geti sent þér uppdráttinn að húsinu svo tímanlega, að hann nái þér í Bergen. Jóhann [Fr. Kristjánsson] kom með Goðafossi og við höfum síðan staðið í stappi með að koma vini mínum Höger (byggingameistar­ anum hér) í skilning, hvernig hægt sé að byggja á Íslandi. Það hefur gengið örð­ uglega, því aðstæður hér og þar eru svo ólíkar, og þær uppástungur, sem hann hefur gert, hafa reynst annaðhvort of óhentugar eða of dýrar, eða hvort tveggja. Allur okkar tími hefur farið í þetta, svo við höfum ekki getað öðru sinnt, varla eg fyrir mitt leyti að skaffa nauðsynlegustu bréf. Eg hafði vonað að geta látið þig hafa grundvöllinn með heim, en verð nú líklega að bíða um nokkra daga […] Ef þú skyldir fá þetta bréf svo tímanlega, að þú hefðir ráðrúm til að senda mér línu frá Bergen, þætti mér vænt um að fá að vita hvort þú heldur að nægilegt grjót sé fyrir hendi á Klaustri eða hægt að viða því að með góðu móti, til þess að geranlegt væri að hlaða úr því ytra borð ytra veggjar og steinlím á milli? Líklega hefur ágreiningurinn sem vísað er til í bréfinu tengst þeirri hugmynd að hlaða veggi hússins úr náttúrusteini. Hentugur hleðslu­ steinn var ekki tiltækur í nágrenni Skriðuklausturs auk þess sem þessi veggjagerð var mjög dýr í samanburði við steinsteypu. Á endanum varð sú lausn ofan á að leggja steina í ysta lag steinsteypu svo veggir hússins litu út fyrir að vera hlaðnir. Höger og samstarfsmenn luku við endan­ legar teikningar að húsinu snemma í maí 1939 ásamt verklýsingum.20 Teikning Högers af Skriðuklaustri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.