Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 33
H ú s s k á l d s i n s á S k r i ð u k l a u s t r i o g h ö f u n d u r þ e s s TMM 2010 · 3 33 framvindu alþjóðlegrar húsagerðarsögu, enda þótt þýskur sveitastíll Skriðuklausturs líkist ekki þeim múrsteinsarkitektúr sem Höger var kunnastur fyrir. Áhugavert er að velta fyrir sér hugmyndum hans um Ísland og íslenska húsagerð. Ólíkt Aalto kom Höger ekki til landsins. Upplýsingar um aðstæður og byggingarhætti hefur hann vafalítið haft frá Gunnari Gunnarssyni. Og mögulega hafa bækur Gunnars mótað þá rómantísku mynd sem Höger gerði sér af Íslandi. Öðru fremur vildi hann að húsið ætti sér traustar rætur í umhverfi sínu, væri sprottið úr jarðvegi sveitarinnar, með veggi úr hlöðnu grjóti og þekju með torfi. Hann kaus að nota ekki nútímaefni á borð við steinsteypu og bárujárn, sem algengust voru í húsum til sveita á þeim tíma.24 Því miður reyndist hugmyndin um hlaðna útveggi óraunhæf og ekki fundust nægilega öfl­ ugir trjáviðir til að bera uppi hina þykku torfþekju. „Við byggjum Gunnari Gunnarssyni hreiður á heimaeyju hans“ Í maí árið 1939 skrifaði Fritz Höger grein í tímaritið Der Norden: „Wir Bauen Gunnar Gunnarsson auf seiner Heimatinsel seinen Horst“ (Við byggjum Gunnari Gunnarssyni hreiður á heimaeyju hans). Þar lýsir arkitektinn háleitum hugmyndum sínum um húsið og lífið þar.25 Frásögnin er merkileg fyrir það að þar lýsir kunnur erlendur arkitekt, mögulega í fyrsta sinn, viðhorfum sínum til þess viðfangsefnis að byggja hús á Íslandi. Eins og ráða má af eftirfarandi tilvitunum sá Höger hina fjarlægu eyju í norðri fyrir sér í afar rómantísku ljósi: Fyrir mig er það himnasending að vera kallaður til af Gunnari Gunnarssyni til þess að teikna fyrir hann hús til þess að búa og vinna í, sem skáld og bóndi, á eyj­ unni sinni í norðurhöfum, að hjálpa honum að byggja stað til að sinna sköpun sinni […] Hér mun hann búa, hér mun hann þrífast í faðmi sinna líkra, fjarri vondri veröld. Þar munu búa, fyrir utan fólkið hans og vinnuhjú: 800 kindur, 10 kýr, 10 hestar, mikið glaðlegt ungviði og nokkur þúsund fiðurfjár. […] Á Íslandi eru engir múrsteinar, bara hraun, blágrýti, stuðlaberg og annað álíka, annars ekkert. Því varð ég algjörlega að skipta um gír í þessu dýrlega verkefni, fá nýja tilfinningu, alveg eins og fyrir einu og hálfu ári í Persíu. Já, takk fyrir að mega vinna á Íslandi og í Íran á sama tíma, það er dýrlegt! Ég þurfi líka að fá til­ finningu hér fyrir allri heildinni, staðháttum, veðurfari, vindi, jarðskjálftum. Því miður getur frú Gunnarsson ekki þvegið þvottinn sinn í Geysi, hún myndi vera 10 daga og 10 nætur á leiðinni þangað á sleða. Hér gildir að lifa sig inn í stórkostlegt landslagið og síðast en ekki síst inn í sál þessa norðanbúa. […] Eftir að hann hafði fundið byggingarstaðinn var næsta verk að skipuleggja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.