Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 41
TMM 2010 · 3 41 Hermann Stefánsson Andlát „Elskuleg tengdamóðir mín,“ las faðirinn fyrir uppkastið að dánar til­ kynningu ættmóðurinnar, eiginkonu sinnar. „Já,“ sagði tengdadóttirinn með semingi og hikaði við að rita niður eftir honum. Hún er vinkona mín og sagði mér frá þessu síðar. Hún hafði ekki vitað að þessar dánartilkynningar gætu valdið deilum og átti sér því einskis ills von þegar ættfaðirinn kallaði þau á sinn fund, systkinin og maka þeirra, til að semja með honum tilkynninguna, bjóst í mesta lagi við örlitlum efasemdum um hvort ætti að segja „lést á Landspítalanum“ eða „lést í Landspítalanum“. Hún gerði ráð fyrir að það væri ástæðan fyrir nærveru þeirra tengdadætranna, sem voru báðar íslenskufræðingar. „Já?“ innti svilkona hennar eftir framhaldinu. „Elskuleg tengdamóðir mín, eiginkona, móðir og amma,“ hélt sá gamli áfram. „Einmitt,“ sagði hún skilningsrík. „Það er reyndar hefðbundið að byrja á að segja eiginkona, síðan móðir, þarnæst amma og loks tengdamamma.“ Sá gamli ræskti sig – rumdi nánast. Vanþóknunin leyndi sér ekki. Það yrði að fara vel að honum. Í rauninni var hann mjög dulur. Hún þekkti hann ekki vel því auk feimninnar hafði hann alla tíð verið úti á sjó, hann var skipstjóri. „Nú, jæja,“ sagði hann. „Eiginkona mín, móðir, amma og elskuleg tengdamóðir …“ „Tja,“ sagði svilkonan alúðlega. „Við ættum kannski bara að semja þetta snöggvast fyrir þig. Það er nógu mikið á þig lagt samt. „Nei,“ svaraði kallinn höstugt. Endanlegra svar var ekki til – nema dauðinn. „Ég sem textann og þið komið með athugasemdir. Drengir mínir, leggið þið líka orð í belg.“ Synirnir stóðu líkt og felmtri slegnir, fjarlægir og utan við sig, hryggir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.