Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 42
H e r m a n n S t e fá n s s o n 42 TMM 2010 · 3 Vinkona mín áræddi að segja það sem hún hugsaði. „Það er kannski spurning um orðaröðina. Mér þætti eðlilegra að byrja á „Elskuleg eiginkona mín …“ „Nú, jæja?“ drundi í þeim gamla. „Að segja sem sé ekki „elskuleg tengdamóðir mín“?“ Svilkonan kom henni til hjálpar: „Setningarfræðin segir til um þetta. Frumlag og lýsingarliður. Ef þú setur lýsingarorðið elskuleg framan við fremsta nafnorðið, eiginkona, fylgir það hinum nafnorðunum setninguna á enda í stað þess að einskorðast við síðasta nafnorðið.“ Rétt þetta! Lempa skipperinn með fræðilegum hugtökum. „Fannst ykkur hún elskulegust sem eiginkona?“ Þær þögðu. „Lýsingarorðið dofnar ekkert eftir því sem aftar dregur …“ „Fannst ykkur hún kannski ekki elskuleg tengdamóðir?“ þrumaði kallinn. Það var hún ekki. Hún hellti sér yfir vinkonu mína peðfull með reglulegu millibili og rægði hana í bak og fyrir þegar hún var frá. Úti­ lokað var að gera henni til geðs og hún var sérlega fundvís á ólíklegustu atriði til að setja út á, enda hafði hún áralanga þjálfun í að leita þau uppi. Símtöl hennar við syni sína voru lögð undir endalaus klögumál um tengdadæturnar, svo umtalsill var hún að hún beinlínis tók út fyrir að þurfa að segja eitthvað jákvætt um nokkra manneskju; hún var svo skæð nöldurskjóða að það var ekkert svo jákvætt í samfélagsumræðunni að hún fyndi ekki á því illan flöt, þrátt fyrir að allir aðrir, jafnvel ill­ skeyttustu samfélagsrýnar, gætu ekki dulið ánægju sína þótt fegnir hefðu viljað. Barnabörnin fóru í taugarnar á henni. Hún vænti þess og krafðist að tengdadæturnar væru til og hrærðust og lifðu einungis henni til skemmtunar. Ef þær höfðu ekki afþreyingarsögur á hraðbergi rifjaði hún upp forfeður þeirra sem sagðir hefðu verið skemmtilegir á fyrri hluta tuttugustu aldar og furðaði sig á hvernig ekki kippti alltaf í kynið, eins og hún sagði. Hún var sannur Íslendingur að eðlisfari, vissi alltaf allt langbest sjálf og þótti því hreinn óþarfi að spyrja nokkurn tíma sér fróðara fólk, hvað þá rannsaka, kanna, fletta upp – eða yfirleitt ræða. Álit hennar á íslenskukunnáttu sérfræðinganna, tengdadætra sinna, var minna en ekkert og hún var óþreytandi að punda á þær leið­ réttingum í háðstón. Þetta var henni mikið atriði, enda var hún stolt af eigin íslenskukunnáttu, þótt hún hefði yfirleitt alrangt fyrir sér. Hún var meistari í að gera sér upp gæflyndi og gat komið sér upp yfirbragði fórnarlambs með þvílíkum hægðarleik að hver leiksigurinn rak annan. Hvað þær gátu verið miklar ótuktir við ræfils tengdamóður sína, þessa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.