Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 42
H e r m a n n S t e fá n s s o n
42 TMM 2010 · 3
Vinkona mín áræddi að segja það sem hún hugsaði.
„Það er kannski spurning um orðaröðina. Mér þætti eðlilegra að
byrja á „Elskuleg eiginkona mín …“
„Nú, jæja?“ drundi í þeim gamla. „Að segja sem sé ekki „elskuleg
tengdamóðir mín“?“
Svilkonan kom henni til hjálpar: „Setningarfræðin segir til um þetta.
Frumlag og lýsingarliður. Ef þú setur lýsingarorðið elskuleg framan
við fremsta nafnorðið, eiginkona, fylgir það hinum nafnorðunum
setninguna á enda í stað þess að einskorðast við síðasta nafnorðið.“
Rétt þetta! Lempa skipperinn með fræðilegum hugtökum.
„Fannst ykkur hún elskulegust sem eiginkona?“
Þær þögðu.
„Lýsingarorðið dofnar ekkert eftir því sem aftar dregur …“
„Fannst ykkur hún kannski ekki elskuleg tengdamóðir?“ þrumaði
kallinn.
Það var hún ekki. Hún hellti sér yfir vinkonu mína peðfull með
reglulegu millibili og rægði hana í bak og fyrir þegar hún var frá. Úti
lokað var að gera henni til geðs og hún var sérlega fundvís á ólíklegustu
atriði til að setja út á, enda hafði hún áralanga þjálfun í að leita þau
uppi. Símtöl hennar við syni sína voru lögð undir endalaus klögumál
um tengdadæturnar, svo umtalsill var hún að hún beinlínis tók út fyrir
að þurfa að segja eitthvað jákvætt um nokkra manneskju; hún var svo
skæð nöldurskjóða að það var ekkert svo jákvætt í samfélagsumræðunni
að hún fyndi ekki á því illan flöt, þrátt fyrir að allir aðrir, jafnvel ill
skeyttustu samfélagsrýnar, gætu ekki dulið ánægju sína þótt fegnir
hefðu viljað. Barnabörnin fóru í taugarnar á henni. Hún vænti þess
og krafðist að tengdadæturnar væru til og hrærðust og lifðu einungis
henni til skemmtunar. Ef þær höfðu ekki afþreyingarsögur á hraðbergi
rifjaði hún upp forfeður þeirra sem sagðir hefðu verið skemmtilegir á
fyrri hluta tuttugustu aldar og furðaði sig á hvernig ekki kippti alltaf í
kynið, eins og hún sagði. Hún var sannur Íslendingur að eðlisfari, vissi
alltaf allt langbest sjálf og þótti því hreinn óþarfi að spyrja nokkurn
tíma sér fróðara fólk, hvað þá rannsaka, kanna, fletta upp – eða yfirleitt
ræða. Álit hennar á íslenskukunnáttu sérfræðinganna, tengdadætra
sinna, var minna en ekkert og hún var óþreytandi að punda á þær leið
réttingum í háðstón. Þetta var henni mikið atriði, enda var hún stolt af
eigin íslenskukunnáttu, þótt hún hefði yfirleitt alrangt fyrir sér. Hún
var meistari í að gera sér upp gæflyndi og gat komið sér upp yfirbragði
fórnarlambs með þvílíkum hægðarleik að hver leiksigurinn rak annan.
Hvað þær gátu verið miklar ótuktir við ræfils tengdamóður sína, þessa