Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 44
44 TMM 2010 · 3 Valur Gunnarsson Ber íslenska þjóðin ábyrgðina á Hruninu? Í grein í Fréttablaðinu síðsumars 2009 setur sagnfræðingurinn Einar Már Jónsson fram þríþætta skýringu á Hruninu. Segir hann að fyrsta skrefið liggi í hugmyndafræðinni sjálfri og þeim sem héldu henni á lofti, það næsta hjá stjórnmálamönnunum sem komu hugmyndafræðinni í framkvæmd og það þriðja hjá auðmönnunum sem nýttu sér hana sér til framdráttar.1 Þetta er á margan hátt mjög góð skýring og sýnir líka stigsmun ábyrgðarinnar. Það má jafnvel leika sér að því, með aðferðum hjá­ sögunnar (e. alternative eða counterfactual history) að velta því fyrir sér hverjum þessara þátta væri hægt að breyta til þess að út kæmi önnur niðurstaða.2 Ef við hefðum skipt út auðmönnum tímabilsins fyrir aðra væri ekki líklegt að niðurstaðan myndi breytast til muna, þó mögulega hefði umfang Hrunsins verið eitthvað minna (eða hugsanlega jafnvel meira!). Ef við skiptum út stjórnmálamönnunum hefði það haft meiri áhrif á niðurstöðuna, en þó væri munurinn líklega ekki afgerandi. Ef einhverjir aðrir stjórnmálamenn hefðu tekið nýfrjálshyggjuna upp á arma sína og haft sömu völd og þeir sem í raun höfðu þau, hefði Hrunið jafnframt verið óumflýjanlegt, þó ef til vill hefði umfang þess eitthvað breyst. Það er því ekki nóg að skipta um stjórnmálamenn þessarar sögu, að því gefnu að hinir nýju myndu fylgja sömu stefnu og þeir gömlu. Í síðustu kosningunum fyrir Hrun árið 2007 höfðu allir stjórnmálaflokkar, sjálf stæðismenn, Framsókn og Samfylking tekið stefnuna upp á arma sína, og því skipti varla máli hver komst í stjórn. Eina undantekningin, vinstri­grænir, þótti varla stjórntækur á þessum tíma, einmitt sökum skorts á stuðningi hans við nýfrjálshyggjuna. Frumbreytan hér er því nýfrjálshyggjan. Allt hitt, gerðir bæði stjórn­ málamanna og auðmanna, var afleiðing af henni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.