Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 44
44 TMM 2010 · 3
Valur Gunnarsson
Ber íslenska þjóðin
ábyrgðina á Hruninu?
Í grein í Fréttablaðinu síðsumars 2009 setur sagnfræðingurinn Einar
Már Jónsson fram þríþætta skýringu á Hruninu. Segir hann að fyrsta
skrefið liggi í hugmyndafræðinni sjálfri og þeim sem héldu henni á lofti,
það næsta hjá stjórnmálamönnunum sem komu hugmyndafræðinni í
framkvæmd og það þriðja hjá auðmönnunum sem nýttu sér hana sér til
framdráttar.1
Þetta er á margan hátt mjög góð skýring og sýnir líka stigsmun
ábyrgðarinnar. Það má jafnvel leika sér að því, með aðferðum hjá
sögunnar (e. alternative eða counterfactual history) að velta því fyrir sér
hverjum þessara þátta væri hægt að breyta til þess að út kæmi önnur
niðurstaða.2
Ef við hefðum skipt út auðmönnum tímabilsins fyrir aðra væri ekki
líklegt að niðurstaðan myndi breytast til muna, þó mögulega hefði
umfang Hrunsins verið eitthvað minna (eða hugsanlega jafnvel meira!).
Ef við skiptum út stjórnmálamönnunum hefði það haft meiri áhrif á
niðurstöðuna, en þó væri munurinn líklega ekki afgerandi. Ef einhverjir
aðrir stjórnmálamenn hefðu tekið nýfrjálshyggjuna upp á arma sína og
haft sömu völd og þeir sem í raun höfðu þau, hefði Hrunið jafnframt
verið óumflýjanlegt, þó ef til vill hefði umfang þess eitthvað breyst.
Það er því ekki nóg að skipta um stjórnmálamenn þessarar sögu, að því
gefnu að hinir nýju myndu fylgja sömu stefnu og þeir gömlu. Í síðustu
kosningunum fyrir Hrun árið 2007 höfðu allir stjórnmálaflokkar,
sjálf stæðismenn, Framsókn og Samfylking tekið stefnuna upp á arma
sína, og því skipti varla máli hver komst í stjórn. Eina undantekningin,
vinstrigrænir, þótti varla stjórntækur á þessum tíma, einmitt sökum
skorts á stuðningi hans við nýfrjálshyggjuna.
Frumbreytan hér er því nýfrjálshyggjan. Allt hitt, gerðir bæði stjórn
málamanna og auðmanna, var afleiðing af henni.