Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 46
Va l u r G u n n a r s s o n 46 TMM 2010 · 3 og margir kröfðust aftur breytinga. Á vinstri vængnum bjuggust menn við því að kreppan myndi styrkja þau öfl sem börðust gegn heimskapítalismanum, bæði í kjarnalöndum hans og í þriðja heim­ inum. Gamble segir þó að hægrimenn hafi verið duglegri að nýta sér sóknarfærið sem hér bauðst, en þeir lýstu kreppunni sem vandamálum tengdum velferðarkerfi og ríkisafskiptum.7 Þessi söguskoðun varð ofan á næstu 40 árin eða svo, og það má ef til vill segja að sömu öfl takist að einhverju leyti á nú. Frjálshyggjan nemur land Ísland fór ekki varhluta af kreppu 8. áratugarins, en þó má almennt segja að hún hafði lítil áhrif hér. Hér var kreppa upp út 1968 í tengslum við fall síldarstofnsins, en þó að hún hafi verið djúp er ekki að sjá að hún hafi haft langvarandi áhrif. Meðalhagvöxtur á ári á tímabilinu 1971 til 1980 var hér 5,2 prósent, sem er sá mesti á lýðveldistímanum.8 Kreppan kom því ekki hingað fyrr en á 9. áratugnum, þegar hagvöxtur féll að meðaltali niður í 1,7 prósent.9 Verst voru árin frá 1988 til 1994, þegar kaupmáttur dróst saman um 24,3 prósent.10 Þetta voru einmitt árin sem umrótið var hvað mest í íslenskum stjórnmálum og nýfrjálshyggjan ruddi sér til rúms. Davíð Oddsson varð forsætisráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðis­ flokks og Alþýðuflokks árið 1991 og stefnan var mörkuð, þó að það væri næsta ríkisstjórn hans, eftir kosningarnar 1995 og í samvinnu við Framsóknarflokkinn, sem hlaut nafnið „einkavæðingarstjórnin.“ Árið 2007 var litið yfir farinn veg í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis­ og Fram­ sóknarflokks (sem lauk skömmu síðar) og segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur: Eitt helsta afrek þessarar ríkisstjórnar held ég að hljóti að vera einkavæðingin og þá sérstaklega einkavæðing bankanna … Hún gjörbreytti íslensku atvinnulífi og hefur verið mjög jákvæð fyrir samfélagið.11 Það má því vera ljóst að þetta var kjarninn í stefnu stjórnvalda á tímabilinu. Lýsing Gambles á uppgangi nýfrjálshyggjunnar almennt á 8. ára tugn­ um á vel við um Ísland, þó að hún hafi ekki komið hingað að krafti fyrr en rúmum áratug síðar, þegar kerfið hér var í svipuðum kröggum og áður höfðu orðið annarsstaðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.