Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 49
B e r í s l e n s k a þ j ó ð i n á b y r g ð i n a á H r u n i n u ?
TMM 2010 · 3 49
Ég spurðist fyrir um laun föður míns … Því var hvíslað að mér; um svona hluti
töluðu menn helst ekki upphátt … aldrei hvarflaði að mér að hafa orð á þessum
launamun við vin minn eða aðra. Það hefði öllum þótt mjög óviðeigandi.19
Bankaleyndin skipti miklu í góðærinu, og er ef til vill ein af helstu
ástæðum hrunsins. En ekki gilti þetta þó aðeins í bankakerfinu, því
launaleynd var almennt í hávegum höfð. Ég minnist þess sjálfur að
þegar ég skrifaði undir ráðningarsamning við DV20 (sem þá heyrði undir
Frétt og Norðurljós er síðar urðu að fyrirtækinu 365) haustið 2003 var
ég látinn skrifa undir að launakjör væru trúnaðarmál. Ef til vill byggðist
þetta á gömlum hugmyndum um að „um svona hluti töluðu menn ekki
upphátt“ og var það þá að hluta til gert til að koma í veg fyrir öfund í
samfélagi þar sem allir áttu að vera jafnir. En mér fannst þetta skjóta
mjög skökku við á fjölmiðli sem hafði þá yfirlýstu stefnu að ekkert væri
í raun einkamál, heldur mætti fjalla um allt. Einnig var ljóst að þetta
gat viðhaldið þeim mikla launamun sem virtist vera á milli svokallaðra
stjörnublaðamanna og annarra, þó auðvitað lægju engar beinar tölur
fyrir um slíkt. Ég hætti enda eftir hálft ár og tók þátt í að stofna mitt
eigið blað, þó að launin þar væru talsvert lægri.
Kóngaþjóðin
Líklega er hugmyndin um það að hér séu allir kóngar (eða að minnsta
kosti komnir af kóngum) ein af þeim grundvallarhugmyndum sem
íslenska þjóðin byggist á. Þetta rímaði við einstaklingshyggju nýfrjáls
hyggjunnar, en einnig við jafnaðarhugmyndir „Gamla Íslands“ sem
Guð mundur Magnússon talar um, þar sem enginn kóngur var öðrum
fremri. Vandamálið liggur ef til vill í því að í landi þar sem allir eru
kóngar er erfitt að greina að milli hagsmuna einstaklinga og heildar
innar, á milli auðmanna og venjulegs launafólks. Þetta þurfti ekki
endilega að leiða til nýfrjálshyggju, enda er kóngahugmyndin mun eldri
en nýfrjálshyggjan. En hún gerði henni auðveldara fyrir.
Vafalaust má finna ótal önnur dæmi um að rætur góðærisÍslands
lægju í því gamla, því ekki spratt það upp úr engu. Eigi að síður ber að
varast að líta svo á að þróunin hafi þess vegna verið óhjákvæmileg.
Það er ljóst að mikill munur var í raun á þeim tveimur samfélögum
sem Guðmundur lýsir í bók sinni, Gamla og Nýja Íslandi, og ekki
bara á yfirborðinu. Og samt voru þau bæði byggð af sömu þjóð. Þróun
velferðar kerfisins um miðbik 20. aldar var einnig talin byggð á góðum
og gömlum íslenskum gildum, rétt eins og auðsöfnun síðustu áratuga