Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 54
L a u f e y H e l g a d ó t t i r 54 TMM 2010 · 3 verk Picasso, Kyrralífsmynd með tágafléttaðri stólsetu (Nature­morte à la chaise cannée) frá 1912 sem fyrsta „collage“­verkið. Það sem aðgreinir það frá öðrum málverkum er tágafléttaða stólsetan, máluð á vaxborinn striga sem er límdur við hlið kyrralífsmyndarinnar og kaðallinn sem umkringir sporöskjulaga myndflötinn og myndar rammann. Picasso og Braque töluðu sjálfir um „papiers collés“ eða álímda pappíra. Þessi uppfinning þeirra félaga átti eftir að hafa afgerandi afleiðingar því flestallir framúrstefnulistamenn á fyrri hluta 20. aldar heilluðust af þeim ótæmandi möguleikum sem þessi frjóa aðferð hafði upp á að bjóða og margir listamenn fóru nú að taka að láni hina ýmsu hluti úr veruleikanum, efnisbúta, spil, lestarmiða og blaðaúrklippur til að setja inn í verkin sín. Fútúristarnir tileinkuðu sér aðferðina því þeim fannst hún henta vel nútímalegum viðfangsefnum sínum – til dæmis rúss­ nesku listamennirnir Kazimir Malevich (1879–1935), Vladimir Tatline (1885–1953), Alexander Rodchenko (1891–1956), og fleiri. Um svipað leyti kom fjölbreytilegur hópur listamanna saman á Cabaret Voltaire í Zurich og kölluðu sig Dada. Í hópnum voru bæði ljóðskáld og mynd­ listarmenn sem aðhylltust eins konar stjórnleysisstefnu sem átti sér pólitískar rætur og vildu taka þjóðfélagið til gagngerrar endurskoðunar. Þeir gerðu uppreisn gegn hefðbundnum viðhorfum til lista m.a. með nýrri efnisnotkun og nýjum aðferðum og tóku því klippimyndinni fagnandi. Með klippimyndinni gafst þeim frábært tækifæri til að búta niður þann veruleika sem þeir börðust gegn og búa til úr honum nýtt myndmál sem náði að grípa athygli fjöldans og tengja listina við lífið. Þannig gátu þeir líka tjáð upplausnarástandið sem ríkti í Evrópu á milli­ stríðsárunum og gagnrýnt á beinskeyttan hátt hið borgaralega samfélag sem þeim var í nöp við. Einnig heilluðust þeir af sjálfu handverkinu við gerð klippimyndarinnar sem minnti þá um margt á verkamannavinnu. Gjöf til nútímalistasafnsins í Centre Georges Pompidou Frá 17. febrúar til 24. maí síðastliðinn stóð yfir í Galerie d’Art graphique í Centre Georges Pompidou menningarmiðstöðinni í París sýning á 98 collage­ eða klippimyndum eftir listamanninn Erró, unnum á fimmtíu ára tímabili. Þetta var í fyrsta skipti sem einkasýning var haldin á verkum eftir íslenskan listamann í þessari virðulegu menningarmiðstöð og einnig í fyrsta skipti sem safn stóð fyrir sýningu á klippimyndum Errós. Erró leit lengi vel á klippimyndina sem eins konar einkamál sem varðaði mest hann sjálfan og fannst lítil ástæða til að bera myndir sínar á borð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.