Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 57
K l i p p i m y n d a s m i ð u r i n n E r r ó TMM 2010 · 3 57 að halda efni til haga fyrir sig, flokkar það niður í skúffur og skápa eftir formgerðum og viðfangsefni og leitar í það safn þegar á þarf að halda. Hann gerist áskrifandi að rússneska skoptímaritinu Krokodile og uppgötvar kínverskar, víetnamískar og kúbanskar áróðursmyndir sem verða kveikjan að seríunni um hin ímynduðu ferðalög Maós í gegnum vestrænar borgir og innrás víetnamskra skæruliða inn á borgaraleg heimili í syrpunni Amercican Interiors, sem sjá mátti í næstu sölum. Þó að það geti virst fjarstæðukennt þá var það á Kúbu árið 1967 sem Erró komst yfir katalóg með myndum af amerískum eldhúsum og baðher­ bergjum, og í New York sem hann fann plakötin úr kínversku menn­ ingarbyltingunni sem hann notaði síðan í syrpuna American Interiors. Margir hafa túlkað þessa seríu sem gagnrýni á Víetnamstríðið, en eins og í flestum verka Errós eru túlkunarmöguleikarnir fleiri en einn og hér er hann vafalaust að skjóta í báðar áttir. Á áttunda áratugnum heimsækir Erró NASA á suðurströnd Bandaríkjanna og fær hjá þeim ógrynnin öll af efnivið sem hann nýtir svo við gerð geimfarasyrpunnar þar sem hann sameinar hvítklædda geimfara fögrum ódelískum nítjándualdar málarans Ingres, laðar þannig fram sjónrænt áreiti og gerir napurt gys að áróðursherferð Bandaríkjamanna. Erró hefur sjálfur haldið því fram að hinir nöktu líkamir Ingres eigi sitthvað skylt við búninga geim faranna og það sé ástæðan fyrir því að hann hafi viljað stilla þeim upp saman. Það kom ekki á óvart að í síðasta salnum þar sem voru klippimyndir frá árunum 1990–2008 voru skopmyndir áberandi. Teiknimyndir og skopmyndir hafa tekið miklum framförum síðustu áratugi og hefur sú þróun ekki farið fram hjá Erró sem hrífst af grafískum eigin­ leikum þeirra og notfærir sér meir og meir hinn óþrjótandi myndforða teiknimyndanna eins og nýjustu verk hans endurspegla. Upp úr aldamótunum fer hann einnig að nota „járnnet“ sem hann sækir í tölvuheiminn til að hólfa niður myndflötinn og ná fram áhrifum sem líkjast að vissu marki mósaíkmyndum með sínum dökku útlínum. Erró lærði mósaíkgerð í Ravenna á sjötta áratugnum og er ekki ólíklegt að sá lærdómur hafi haft áhrif á vinnuaðferðir hans síðar meir. Mósaíkið krefst mikillar þolinmæði og nákvæmni því það þarf að leggja stein við stein og líma saman áður en úr verður ein heildarmynd svipað og Erró gerir í klippimyndunum og sér í lagi víðáttumyndunum þar sem aragrúi tilbrigða af sama viðfangsefni fyllir út í myndflötinn. Meðal síðustu verka sýningarinnar voru tvær áhrifamiklar víðáttuklippimyndir, Elf­ scape (1981) og Science­Fiction Scape (1986–1989) sem báðar tilheyrðu gjöfinni góðu til safnsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.