Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 58
L a u f e y H e l g a d ó t t i r 58 TMM 2010 · 3 Safna, klippa, líma – Það er eitthvað heillandi við klippimyndatæknina og hver sem er á að geta búið til klippimynd, ef skæri og lím eru við hendina. Þegar Erró er spurður hvort hann hafi þekkt klippimyndir dadaistanna þegar hann gerði sínar fyrstu klippimyndir árið 1958 svarar hann alltaf neitandi, enda er það ekki fyrr en seinna sem sjá má vissar samlíkingar á milli samsetninga Errós og þeirra sem listamenn á borð við John Heartfield (1891–1968) og Hannah Höch (1889–1978) gerðu.2 Hins vegar sá Erró sýningu með súrrealískum verkum Max Ernst í Galerie la Hune í París árið 1959 og hefur viðurkennt að sú sýning hafi haft sterk áhrif á sig.3 Þó að súrrealisminn sé um margt ólíkur dadaismanum er hann að vissu leyti sprottinn upp úr jarðvegi hans, enda voru sumir listamenn­ irnir meðlimir í báðum hreyfingunum, eins og t.d. frumkvöðullinn André Breton (1896–1966), Marcel Duchamp (1887–1968), og einnig Max Ernst (1891–1976) sem var fyrstur til að nota orðið „collage“ á eftir kúbistunum. Súrralistarnir héldu því fram að ekki væri hægt að skapa list með fullri meðvitund og vildu leyfa verkinu að vaxa óheft í staðinn fyrir að skipuleggja það í þaula. Erró sem hefur frá upphafi verið hallur undir súrrealismann, tekur sams konar afstöðu þegar hann líkir gerð klippimyndarinnar við ósjálfráða skrift og útskýrir hvernig samklipp­ urnar verða til líkt og í algleymi á mörkum draums og veru.4 Það eru þessi fyrstu augnablik, þegar valið er úr myndefninu af handahófi og því raðað saman, sem eru mikilvægust í sköpunarferlinu og vekja hjá honum mesta ánægju. Þá fær ímyndunaraflið að leika lausum hala og uppbygging verkanna á sér stað. Myndheimurinn verður ein allsherjar hringiða þar sem allt getur gerst og allt og allir skipta máli. Ekkert viðfangsefni er það heilagt að ekki megi leika sér með það, teygja og toga og sú tilfinning að geta „bútað“ niður „veruleikann“, umbreytt og gagnrýnt með skærum og lími hlýtur að erta hugarflugið og koma lista­ manninum sjálfum á óvart. Með því að skeyta saman andstæð og óskyld myndefni tekst Erró að margfalda merkingar myndmálsins, ýta undir ákveðna tvíræðni og fá áhorfandann til að horfa á atburðina í nýju ljósi, hvort sem hann er að fjalla um stríð og pólitík, listasögu og erótík eða eitthvað allt annað. Þó að margir þekki málverk Errós eru ekki allir kunnugir ferlinu sem liggur þar að baki og var klippimyndasýningin þess vegna mikil hug­ ljómun fyrir marga. Fyrir hina sem þekktu til undirstrikaði sýningin enn og aftur mikilvægi samklippunnar í listferli Errós sem hefur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.