Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 60
60 TMM 2010 · 3 Jorge Luis Borges Hinn1 Þetta gerðist í febrúarmánuði 1969, í Cambridge fyrir norðan Boston. Ég sagði ekki frá því strax, vegna þess að í fyrstu var það ætlun mín gleyma þessu til að missa ekki vitið. Nú, árið 1972, finnst mér eins og að ef ég skrifi um þetta muni aðrir lesa það sem smásögu og með árunum verði þetta kannski þannig fyrir mér. Ég veit að þetta var næstum óbærilegt á meðan á því stóð og enn frekar andvökunæturnar sem fylgdu í kjölfarið þó að ekki sé þar með sagt að frásögnin hafi sömu áhrif á þriðja aðila. Klukkan var tíu að morgni. Ég var að hvíla mig á bekk við Charles­ ána. Fimm hundruð metrum til hægri við mig var há bygging, sem ég hef aldrei komist að hvað heitir. Í gruggugu vatninu flaut stór ísjaki. Áin gerði það að verkum að ég fór óhjákvæmilega að hugsa um tímann. Hina ævagömlu mynd Heraklítusar. Ég hafði sofið vel. Í kennslustundinni daginn áður hafði mér tekist, að ég held, að vekja áhuga nemendanna. Það var hvergi sálu að sjá. Allt í einu fannst mér (sem samkvæmt sálfræðingum stafar af þreytu) að ég hefði áður upplifað þessa tilteknu stund. Á hinum enda bekkjarins hafði einhver fengið sér sæti. Ég hefði kosið að vera einn en vildi ekki standa upp strax til að virðast ekki ókurteis. Hann byrjaði að blístra. Það var þá sem fyrsti áreksturinn varð af mörgum þennan morgun. Það sem hann blístraði, það sem hann reyndi að blístra (ég hef aldrei verið mjög lagviss), var La tapera eftir Elías Regules í þjóðlegum stíl. Lagið flutti mig aftur í löngu horfinn húsagarð og minnti mig á Alvaro Melián Lafinur, sem lést fyrir mörgum árum. Svo komu orðin. Upphafsorð lagsins. Röddin var ekki rödd Alvaros, en líktist henni. Mér til mikillar hrellingar þekkti ég hana. Ég færði mig nær og sagði: – Herra, eruð þér úrúgvæskur eða argentínskur? – Argentínskur, en hef búið í Genf síðan 1914, var svarið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.