Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 67
TMM 2010 · 3 67 Einar Kárason Káserí um Sturlu Þórðarson, höfund Njálu Eins og titill þessa pistils gefur til kynna er hér ekki á ferðinni fræðileg úttekt eða rannsókn á nokkurn hátt og ég reyni ekki heldur að gefa skrifum mínum það yfirbragð með tilvitnunum, heimildatilvísunum eða neðan­ og aftanmálsgreinum; þetta eru þankar og athuganir hins áhugasama lesanda. En skrifaðir af fullri einlægni og mikilli sann­ færingu eigi að síður. Fyrir drjúgum þremur áratugum þegar ég var viðloðandi bókmenntir og norræn fræði í háskóla var ekki í tísku að velta sér upp úr ágisk­ unum um höfunda Íslendingasagna, það þóttu hálfgerð neftóbaksfræði fyrir sérvitringa eða kverúlanta. Og reyndar auðvelt að skilja rökin fyrir fánýti slíkra ágiskana. En tímar hafa liðið og margt hefur gerst, og síðan þá hafa æ fleiri til að mynda fallist á það sjónarmið að ekki sé ástæða til að draga í efa að Snorri Sturluson hafi samið Egilssögu; um það hafa virtir fræðimenn eins og Vésteinn Ólason fjallað í sínum skrifum og með tilstyrk hins opinbera hefur Egla meira að segja verið gefin út sem hluti af heildarverkum Snorra. Og það sem meira er: þetta hefur aukið nýrri vídd í hugmyndir manna um söguna, gefur ýmsum nýjum möguleikum til að skilja hana byr undir báða vængi. En þannig er það auðvitað oftast með skáldskap og höfunda, tengslin þar á milli eru iðulega kveikja frjórra hugmynda og mætta telja upp um það dæmi sem væru fljót að fylla tímaritshefti; ég læt mér nægja að nefna kvæðið um Goðmund á Glæsivöllum og höfundinn Grím Thomsen sem eyddi drjúgum hluta ævinnar í þjónustu Danakonungs en slapp þaðan kalinn á hjarta. Fyrir svona aldarfjórðungi fór ég að heyra af kenningum Matthíasar Johannessens skálds og Moggaritstjóra um Sturlu Þórðarson sem höfund Njálssögu. Mér þótti þetta áhugavert og hefði viljað skoða betur, en þá þekkti ég lítt til Sturlungu og Sturlu Þórðarsonar og var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.