Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 68
E i n a r K á r a s o n 68 TMM 2010 · 3 svosem enginn Njálufræðingur heldur þótt ég væri reyndar ágætlega handgenginn þeirri bók. Nokkrum árum síðar fór ég að sökkva mér í Sturlungu, og eftir því sem ég las hana betur, og þá helst meginkaflann, Íslendingasögu Sturlu, fór Njálssaga meir og meir að leita á hugann, bæði vegna beinna og augljósra textatengsla þar sem sagt er frá hliðstæðum atburðum og persónum í báðum bókum, og líka einhvers hugblæs sem ég þóttist skynja að væri svipaður í báðum verkum. Og í stuttu máli hef ég sannfærst því betur sem tímar hafa liðið um að kenning Matthíasar sé hárrétt. Þær röksemdir og þau dæmi sem ég mun hafa hér í frammi má flest finna í skrifum Matthíasar um málefnið, en um þetta gildir þó hið sama og góðu vísuna í máltækinu og það er mín réttlæting fyrir að höggva enn í sama knérunn. Það hafa margir hugleitt hinn óþekkta höfund Njálu í gegnum aldirnar og komið með sínar ágiskanir, og ég minnist tveggja fræði­ manna á tuttugustu öld sem höfðu ákveðnar skoðanir, rannsökuðu af mikilli elju og settu fram merkilegar kenningar sem geta orðið okkur hinum vísbending þótt ég sé ályktunum þeirra ósammála, en þetta eru þeir Barði Guðmundsson og bóndinn Helgi Haraldsson á Hrafnkels­ stöðum. Sá síðarnefndi, Helgi, var með skýran rökstuðning við kenn­ ingu sem nær allir eru sammála um að sé röng, en í einfaldleika sínum leiðir hún okkur á slóð sem hlýtur að beinast nær markinu og erfitt er að horfa framhjá. Helgi sagði eitthvað á þann veg að besta bók aldarinnar hljóti að hafa verið skrifuð af besta höfundi aldarinnar, og því sé ljóst að Snorri Sturluson hafi skrifað Njálu. Sú kenning fellur að því leyti um sjálfa sig að augljóst þykir að Njála hafi verið skrifuð uppundir fjórum áratugum eftir að Snorri var veginn, en hún leiðir okkur samt á sporið: verk eins og Njála er að sjálfsögðu skrifað af þrautþjálfuðu stórskáldi, og því liggur beint við að skoða slík fyrst ef þau eru til nafnkunn á ritunar­ tíma bókarinnar. Um þetta mætti nefna ímyndaða hliðstæðu: setjum sem svo að eitt­ hvert af helstu verkum Halldórs Laxness, t.d. Íslandsklukkan, hefði fundist í ómerktu handriti eftir hans dag, segjum bara uppi á sperru í gamla safnahúsinu við Hverfisgötu. Látum alveg liggja milli hluta hvaða rás sögunnar hefði getað leitt til þessa, en auðvelt væri að setja það upp; hitt skiptir máli að þarna fyndist handrit að bókmenntalegu stórvirki en enginn vissi hver væri höfundurinn – horfum líka alveg framhjá stafsetningarsérviskum og slíku sem myndu leiða menn á sporið. Upp myndi óhjákvæmilega spretta umræða um hver gæti verið höfundur verksins. Ef skoðaðar eru kenningar sem upp hafa sprottið um höfund Njálu myndu örugglega einhverjir stíga á stokk og benda á nafngreinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.