Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 68
E i n a r K á r a s o n
68 TMM 2010 · 3
svosem enginn Njálufræðingur heldur þótt ég væri reyndar ágætlega
handgenginn þeirri bók. Nokkrum árum síðar fór ég að sökkva mér í
Sturlungu, og eftir því sem ég las hana betur, og þá helst meginkaflann,
Íslendingasögu Sturlu, fór Njálssaga meir og meir að leita á hugann, bæði
vegna beinna og augljósra textatengsla þar sem sagt er frá hliðstæðum
atburðum og persónum í báðum bókum, og líka einhvers hugblæs sem
ég þóttist skynja að væri svipaður í báðum verkum. Og í stuttu máli hef
ég sannfærst því betur sem tímar hafa liðið um að kenning Matthíasar
sé hárrétt. Þær röksemdir og þau dæmi sem ég mun hafa hér í frammi
má flest finna í skrifum Matthíasar um málefnið, en um þetta gildir þó
hið sama og góðu vísuna í máltækinu og það er mín réttlæting fyrir að
höggva enn í sama knérunn.
Það hafa margir hugleitt hinn óþekkta höfund Njálu í gegnum
aldirnar og komið með sínar ágiskanir, og ég minnist tveggja fræði
manna á tuttugustu öld sem höfðu ákveðnar skoðanir, rannsökuðu af
mikilli elju og settu fram merkilegar kenningar sem geta orðið okkur
hinum vísbending þótt ég sé ályktunum þeirra ósammála, en þetta eru
þeir Barði Guðmundsson og bóndinn Helgi Haraldsson á Hrafnkels
stöðum. Sá síðarnefndi, Helgi, var með skýran rökstuðning við kenn
ingu sem nær allir eru sammála um að sé röng, en í einfaldleika sínum
leiðir hún okkur á slóð sem hlýtur að beinast nær markinu og erfitt er að
horfa framhjá. Helgi sagði eitthvað á þann veg að besta bók aldarinnar
hljóti að hafa verið skrifuð af besta höfundi aldarinnar, og því sé ljóst
að Snorri Sturluson hafi skrifað Njálu. Sú kenning fellur að því leyti um
sjálfa sig að augljóst þykir að Njála hafi verið skrifuð uppundir fjórum
áratugum eftir að Snorri var veginn, en hún leiðir okkur samt á sporið:
verk eins og Njála er að sjálfsögðu skrifað af þrautþjálfuðu stórskáldi, og
því liggur beint við að skoða slík fyrst ef þau eru til nafnkunn á ritunar
tíma bókarinnar.
Um þetta mætti nefna ímyndaða hliðstæðu: setjum sem svo að eitt
hvert af helstu verkum Halldórs Laxness, t.d. Íslandsklukkan, hefði
fundist í ómerktu handriti eftir hans dag, segjum bara uppi á sperru í
gamla safnahúsinu við Hverfisgötu. Látum alveg liggja milli hluta hvaða
rás sögunnar hefði getað leitt til þessa, en auðvelt væri að setja það upp;
hitt skiptir máli að þarna fyndist handrit að bókmenntalegu stórvirki
en enginn vissi hver væri höfundurinn – horfum líka alveg framhjá
stafsetningarsérviskum og slíku sem myndu leiða menn á sporið. Upp
myndi óhjákvæmilega spretta umræða um hver gæti verið höfundur
verksins. Ef skoðaðar eru kenningar sem upp hafa sprottið um höfund
Njálu myndu örugglega einhverjir stíga á stokk og benda á nafngreinda