Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 74
B r a g i Þ o r g r í m u r Ó l a f s s o n 74 TMM 2010 · 3 þar, í sal neðri deildar Alþingis eða annars staðar í Reykjavík, enda hafði Háskólinn ekki yfir eigin húsnæði að ráða.3 Á þessum tíma voru doktorsvarnir við Háskólann fátíðar miðað við það sem þekkist í dag og þóttu þær því nokkur viðburður í bæjarlífinu. Þær voru auglýstar í dag­ blöðunum og yfirleitt mætti þangað fjöldi fólks enda var (og er) öllum heimill aðgangur að þeim. Doktorsvörnin fór fram með hefðbundnum hætti; Sigurður Nordal, forseti heimspekideildar, stýrði athöfninni, en andmælendur af hálfu heimspekideildar voru Árni Pálsson prófessor og Þorkell Jóhannesson dr.phil. Það bar helst til tíðinda að einn áheyrandi úr sal, Guðbrandur Jónsson, tók til andmæla (ex auditorio) og reyndi að sýna fram á „stórkostlega galla“ á ritinu og eyddi til þess löngum tíma samkvæmt fréttum dagblaðanna, en Nýja dagblaðið taldi að þar lægi að baki nokkur gremja gagnvart Háskólanum sem hefði ekki viljað taka rit hans sjálfs til doktorsvarnar á sínum tíma, og einnig að faðir hans, Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður, hafði ritað bók um sama efni og Helgi sem kom út 1892.4 Helgi svaraði aðfinnslum Guðbrands, og eftir fimm klukkutíma fræðileg skoðanaskipti doktorsefnis og andmælenda var athöfninni slitið, en þá var klukkan orðin hálf sjö að kvöldi. Form og stíll Doktorsvörnin dró nokkuð óvæntan dilk á eftir sér, en einn áheyrendanna sá ástæðu til þess að skrifa grein í Morgunblaðið nokkrum dögum síðar þar sem hann gerði athugasemdir við form varnarinnar undir kennistöf­ unum „G.Sv.“. Um það hafði hann þetta að segja: Lestrarsalur Landsbókasafnsins reyndist ekki heppilegt „auditorium“. Bæði hafði verið vanrækt að koma fyrir nægum sætum, með því að rýma burtu hinum stóru borðum, og svo er þar sérlega illa hljóðbært. En yfirleitt virtist þar ríkja hirðuleysi frá hálfu Háskólans um snið og fyrirkomulag. Þetta varð eins og lélegt fundarhald – deildarforseti og andmælendur doktorsefnis voru svo sem alveg inni í eða við áheyrendaþvöguna, allt ósundurgreint, svo að kom jafnvel fyrir, að menn úr áheyrendahópi fóru að skeggræða við þá (að vísu í hljóði, en það var þó áberandi formleysi). Tveir þeir æðstu af þessum háu herrum, forseti heimspekideildar og frumandmælandi, komu í sínum hversdags fötum, ekki einu sinni með hvítt um hálsinn; en hinn andmælandinn „ex offico“ og einnig andmælandi „ex auditorio“ voru þokkalega klæddir, í „svörtu og hvítu“, þótt ekki væri kjólbúningur. Doktorsefni sjálft var ólastanlega búinn, í sínum besta skrúða. – Þessi framkomu­ágalli hjá þessum annars virðulegu mönnum á ef til vill að skýrast sem eitthvað „demokratískt“, en slíkt getur orðið „plebejískt“.5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.