Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 76
B r a g i Þ o r g r í m u r Ó l a f s s o n 76 TMM 2010 · 3 lítið. Sumum finst bilið milli almennings og háskólans of breitt, öðrum of skamt“ og bætti við að ef kennarar skólans byggju við sæmileg kjör gætu þeir einbeitt sér fyllilega að skólanum í stað þess að „afla sjer viðurværis á snöpum“ og þá myndu þeir ná betur til þjóðarinnar. Málinu var þó ekki lokið með þessari svargrein Sigurðar, því nokkrum dögum síðar birtist í Morgunblaðinu önnur grein eftir áðurnefndan höf­ und undir titlinum „Doktorsvörnin enn“.9 Út frá greininni má ætla að höfundurinn, „G.Sv.“, sé Gísli Sveinsson þingmaður, því hann segist í greininni hafa barist fyrir málefnum Háskólans á Alþingi þennan vetur. Í greininni bendir hann á nauðsyn þess að Háskólinn haldi virðulegu formi og stíl á athöfnum sínum, því varla sé von á því að fólk „falli í duftið“ fyrir fyrirlesurum skólans og taki ekki eftir neinu öðru en „visku þeirra sem þar standa að“. Gísli undirstrikar þessi orð með því að segja að „það sé varla hægt að ætlast til þess af hugsandi mönnum (hvort sem til heyra hinni „akademisku“ stjett eða ekki), að þeir glápi þegjandi og með hrifningu á alt, sem háskólanum kemur við, hvort sem þeim þætti vera „formleysi“ eða annað í fari þessarar virðulegu stofnunar.“10 Þarna þurfi Háskólinn því að skapa virðulegan umbúnað fyrir athafnir sem sæmdi hinni æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Ekki virðast hafa orðið frekari eftirmál af þessari deilu um umbúnað og stíl doktorsvarna Háskóla Íslands, en geta má þess til gamans að tveimur árum síðar, í október 1940, fór fyrsta doktorsvörnin fram í hús­ næði Háskólans, þegar Júlíus Sigurjónsson læknir varði þar ritgerð sína, Studies on the Human Thyroid in Iceland.11 Engar blaðadeilur urðu um þá vörn. Tilvísanir 1 Helgi P. Briem, Byltingin 1809 (Reykjavík, 1936). Bókin kom einnig út í lengri útgáfu sama ár undir titlinum Sjálfstæði Íslands 1809. 2 „Doktorsritgerð Helga P. Briem“, Nýja dagblaðið 7. apríl 1938, bls. 3. 3 Guðni Jónsson, Saga Háskóla Íslands. Yfirlit um hálfrar aldar starf (Reykjavík, 1961), bls. 126. 4 „Doktorsvörn Helga P. Briem“, Nýja dagblaðið 8. apríl 1938, bls. 1. Jón Þorkelsson, Saga Jörundar Hundadagakóngs (Kaupmannahöfn, 1892). 5 G. Sv., „Doktorsvörn“, Morgunblaðið 14. apríl 1938, bls. 5. 6 Sama heimild, bls. 6. 7 Sigurður Nordal, „Doktorspróf“, Morgunblaðið 17. apríl 1938, bls. 4. 8 Sama heimild, bls. 4. 9 G.Sv. „Doktorsvörnin enn“, Morgunblaðið 23. apríl 1938, bls. 5. 10 Sama heimild, bls. 5. 11 Sjá um hana t.d. „Fyrsta doktorsvörnin í nýja Háskólanum“, Morgunblaðið 20. október 1940, bls. 3 og 7.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.