Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 82
S i g u r ð u r Pá l s s o n 82 TMM 2010 · 3 En við komumst heilu og höldnu til Bordeaux og daginn eftir var okkar performans undir stjórn vinar okkar Régis Boyer. Við spurðum hann allir hvert okkar framlag ætti að vera, svar hans var alltaf hið sama: Ég mun halda fyrirlestur um íslenskar bókmenntir að fornu og nýju og þegar samhengið býður upp á það mun ég varpa spurningum til ykkar. Je vais vous lancer des questions … ég man þessa setningu afar greinilega. Þá spurðum við og þráspurðum: en eigum við ekki að undirbúa eitthvað og prófessor Boyer svaraði ávallt með sömu setningu: Ne vous inquiétez pas, hafið ekki áhyggjur, je vais vous lancer des questions. Þegar á hólminn kom voru kringumstæður ennþá skelfilegri en við höfðum ímyndað okkar. Mörg hundruð manna salur var troð­ fullur, þarna var samankomið allt merkilegasta og fínasta fólkið á gjörvöllu suðvesturhorni Frakklands ásamt með þjóðhöfðingja íslenska lýðveldisins. Það þyrmdi yfir mig, ég sá að hinir voru fölir. Við vorum settir upp á svið, Monsieur le Professeur Régis Boyer hóf mál sitt. Og mikið rétt, eftir nokkra hríð varpaði hann spurningu til fyrsta fórnarlambsins, man ekki hvort það var Jón eða Pétur. Von bráðar var Monsieur Pálsson lentur í því að spurningu var lanserað til hans, ég reyndi að klóra mig fram úr spursmálinu og var nú ekki alveg jafn góður með mig og í kjarnorkuspunanum í lestinni daginn áður. Svo var röðin komin að Sigfúsi. Boyer varpaði fram spurningu. Þá dró Sigfús Daðason blöð upp úr tösku sinni og sagði: – Um þessa spurningu Professeur Boyer veit ég ekkert. Mesdames et Messieurs, ég ætla hins vegar að segja ykkur í stuttu máli frá tveimur skáldum íslenskum, sem áttu tvennt sameiginlegt. Þeir voru báðir frá Vesturlandi og þeir voru báðir mauvais caractères. Þeir heita Egill Skallagrímsson og Steinn Steinarr. Ég er nokkuð viss um að ég man þessa byrjun orðrétt. Mauvais caractère, hvernig ætti maður að þýða það: skapmiklir vandræðagripir kannski, óþægir vandræðamenn, miklir fyrir sér; það er engan veginn óhjákvæmilega neikvætt. Freistandi væri að segja bara vandræðaskáld. En þarna flutti Sigfús dýrðlega brilljant greinargerð fyrir þessum tveimur skáldum, texta sem var að lengd minnir mig sirka tvær síður, ég hef gleymt öllu nema upphafsorðunum: Um þessa spurningu Professeur Boyer veit ég ekkert. Mesdames et Messieurs, ég ætla hins vegar … og svo framvegis. Því miður hafa þessi blöð með ávarpi Sigfúsar enn ekki fundist. Ég hef oft síðan dáðst að þessum performans Sigfúsar, stíl hans og frumleik í hugsun og framsetningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.