Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 99
Á d r e p u r TMM 2010 · 3 99 eða skógrækt. Þessi tvískipting er mikið áhyggjuefni fornleifafræðinga og er ýmsum brögðum beitt til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar og stuðla að meiri gæðum björgunargrafta og auka miðlun á niðurstöðum þeirra. Það er ekkert náttúrulögmál að björgunargreftir þurfi að vera lélegir, og mörg dæmi er um björgunarrannsóknir sem eru betri en vísindarannsóknir, en vegna þess að þeir sem borga brúsann líta að jafnaði á slíkar rannsóknir sem hindrun í vegi sinna markmiða – að byggja veg eða virkjun – og reyna yfirleitt að leita allra leiða til að lágmarka útgjöld sín og gefa sem stystan tíma til rannsóknanna er heildarniðurstaðan sú að slíkar rannsóknir skila litlum árangri. Þetta er ein­ staklega hlálegt í ljósi þess að björgunarrannsóknir velta margfalt meira fé en vísindalegar fornleifarannsóknir, en þar sem arðsemi þess fjár er mæld á for­ sendum framkvæmdanna en ekki menningarlegs gildis, þá myndast ekki hvati til að tryggja að uppgreftirnir skili raunverulegum menningarlegum ávinn­ ingi. Flestir framkvæmdaaðilar líta á fornleifar eins og hverja aðra mengun sem þurfi sérhæft starfsfólk til að fjarlægja og þeim stendur á sama um hvað verður um upplýsingarnar að verki loknu. Þetta veldur þeirri þverstæðu að þó að hundruðum milljóna sé varið til björgunarrannsókna þá skila þær miklu minni árangri en vísindalegar rannsóknir sem margfalt minna fé er varið til. Í þessu eins og svo mörgu öðru eru það neytendur og skattgreiðendur sem eru hlunnfarnir – það eru á endanum þeir sem bera kostnaðinn sem er í engu sam­ hengi við rýrar eftirtekjurnar. Ástandið á Íslandi Hér á Íslandi var reglan um að framkvæmdaaðilinn borgi innleidd í þjóð­ minjalög árið 1989 en það hefur einkum verið á síðustu 10 árum sem verulega hefur farið að reyna á framkvæmd þeirra laga. Slíkir uppgreftir hafa verið stórir og smáir en stóru verkefnin hafa verið fá og enginn einn íslenskur forn­ leifafræðingur hefur haft af því atvinnu að sinna björgunarrannsóknum ein­ göngu. Íslenskir fornleifafræðingar hafa jöfnum höndum fengist við björgun­ aruppgrefti og vísindalegar rannsóknir og hér hefur því ekki myndast stétt björgunar­fornleifafræðinga eins og í mörgum nágrannaríkjum okkar. Það er kostur því þegar vísindalegur metnaður situr í fyrirrúmi eru mestar líkur á því að björgunaruppgröftur skili raunverulegum arði, nýrri þekkingu. Það hefur einnig verið kostur að flestir stærstu framkvæmdaaðilarnir hafa verið sveitar­ félög og opinber fyrirtæki og stofnanir á borð við Vegagerðina og Landsvirkjun. Sumir þessara aðila hafa haft sjálfstæðan metnað til að hlúa vel að þeim forn­ leifarannsóknum sem þeir hafa þurft að bera ábyrgð á. Má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg en uppgröftur hennar í Aðalstræti árið 2001 er skólabókar­ dæmi um vel heppnaða björgunarrannsókn. Til skamms tíma leit því út fyrir að á Íslandi mætti takast að koma á kerfi þar sem gæði björgunarrannsókna væru a.m.k. ekki kerfisbundið lakari en gæði vísindalegra rannsókna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.