Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 100
Á d r e p u r 100 TMM 2010 · 3 Útboð og lággæðarannsóknir Þótt gert sé ráð fyrir útboðum í þjóðminjalögum hefur verið lítið um þau á Íslandi fyrr en á allra síðustu árum. Útboð geta verið góð aðferð til að ná niður kostnaði og til að tryggja gæði verkanna sem unnin eru. En til þess að það gangi upp þurfa það að vera hagsmunir þeirra sem bjóða út að verkið sé vel unnið. Kona sem vill byggja sér hús velur þann sem hún treystir best til að byggja húsið vel af því að hún á eftir að búa í því eða hagnast af því að selja það, en hún hefur ekki samskonar hagsmuni af því að hugsanleg fornleifarannsókn sem gerð er til að byggja megi húsið verði vönduð og skili markverðum niður­ stöðum. Ef hún er sálarlaus auðmaður eða ríkisforstjóri þá er beinlínis líklegt að hún leitist við að láta vinna fornleifarannsóknina eins fljótt og illa og hún kemst upp með. Útboð eru auðvitað fyrst og fremst hugsuð til að ná niður kostnaði og til þess geta þau hentað ágætlega þar sem stærð og umfang verka er þekkt og hægt er að fara eftir viðurkenndum stöðlum þegar ákveðið er hvernig verkið skal unnið. Það á ekki við um fornleifauppgröft. Það er aldrei hægt að vita fyrirfram hvað finnst og áætlanir eru því alltaf háðar óvissu. Þetta þýðir í reynd að fjárhagslegur ábati verktakans eykst eftir því sem minna finnst – verktaki sem stjórnast meira af fjárhagslegum ávinningi en vísindalegum metnaði getur freistast til að grafa hratt og illa. Það versta er síðan að af því að uppgröftur verður aldrei endurtekinn þá er erfitt að sanna að vinnubrögðin hafi verið léleg, og ómögulegt að bæta fyrir jafnvel þó að upp komist. Þetta er ástæðan fyrir því að þó að víða um heim tíðkist að fyrirtæki taki að sér forn­ leifauppgrefti þá eru það undantekningalítið fyrirtæki sem fornleifafræðingar eiga og reka. Sú ráðstöfun að ráða verktakafyrirtæki sem aldrei hafði komið nálægt fornleifarannsóknum til að framkvæma fornleifauppgröft á svoköll­ uðum Alþingisreit sumarið 2008 orkar því tvímælis svo ekki sé meira sagt. Ég veit ekkert um það fyrirtæki og það er auðvitað möguleiki að því stjórni eld­ heitt hugsjónafólk sem ekkert vill frekar en vandaða fornleifarannsókn – ég vona það. En það væri óvarkárni að halda það, og ljóst a.m.k. að með þessu er skapað fordæmi fyrir því að nákvæmlega hver sem er, bakarar, ljósmæður og heildsalar, geti boðið í fornleifarannsóknir til að græða á því fé að moka burtu íslenskum menningararfi hratt og örugglega. Það er það sem framkvæmdaað­ ilinn, í þessu tilfelli Framkvæmdasýsla ríkisins, vill því þannig telur hún sig geta náð niður kostnaði við þær framkvæmdir sem hún sýslar með. Það er skammsýni og í raun sóun á almannafé. Fornleifafræðingar sem ráðnir eru til starfa fyrir svona fyrirtæki eiga á hættu að komast í óþolandi stöðu. Uppgraftarleyfi eru gefin út á þeirra nafn og þeir bera faglega ábyrgð á verkinu og þurfa að svara fyrir ef eitthvað misferst eða vantar uppá. Þar sem þeir halda hinsvegar ekki um pyngjuna geta þeir ekki tekið ákvarðanir á faglegum forsendum ef eitthvað finnst sem krefst aukaút­ gjalda. Til dæmis má taka að í verklýsingu fyrir uppgröftinn í Aðalstræti árið 2001 var ekki gert ráð fyrir að miklar leifar frá landnámsöld myndu finnast. Árbæjarsafn, sem sá um verkið fyrir hönd Reykjavíkurborgar, og Fornleifa­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.