Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 101
Á d r e p u r TMM 2010 · 3 101 stofnun sem vann það, voru fyrirfram sammála um að litlar líkur væru á slíkum leifum og gerðu ekki ráð fyrir þeim í samningi sem gerður var um kostnað áður en verkið hófst. Þegar svo heill skáli fannst – sá sem nú gefur að líta á Landnámssýningunni – kom aldrei til álita annað en að gera umfangs­ miklar og dýrar greiningar og margskonar aukarannsóknir á honum. Afrakst­ ur þeirra má nú sjá á sýningunni. Fornleifastofnun tók á sig þann viðbótar­ kostnað, og þurfti raunar enga umhugsun um enda var hinn vísindalegi ávinn­ ingur augljós og ótvíræður. Þetta þykir svo sjálfsagt að ég sem þátttakandi í þessu nánast fyrirverð mig að nefna það. Verktaki sem þarf ekki að gæta að orðspori sínu sem trúverðugur rannsóknaraðili hefði á hinn bóginn verið í fullum rétti að moka slíkum leifum burt og hefði átt kröfu á að fá aukagreiðslu fyrir að gera það ekki. Víkingaaldarskálar eru að sönnu ekki við hvert fótmál og algengara er að uppgraftarstjórar standi frammi fyrir minni álitamálum en þá getur líka verið erfiðara að virkja áhuga almennings. Ef þeir eru á mála hjá hörðum peningamönnum þá geta þeir lent í því að vera neitað um fé til að gera nauðsynlegar greiningar af því að það gæti skert hagnaðarvon viðkomandi fyrirtækis. Þetta er ein helsta af mörgum ástæðum þess að það getur alls ekki gengið að aðrir en fornleifafræðingar geti verið verktakar við fornleifarannsóknir. Þetta er einnig ástæða þess að Alþingisreitsmálið er meiriháttar áfall fyrir íslenska fornleifafræði. Það hefur verið opnað fyrir að hver sem er geti boðið í fornleifa­ rannsóknir og að hér skapist hefð fyrir lággæðarannsóknum vegna fram­ kvæmda. Hvað ber að gera? Það er grátlegt að þurfa að berjast fyrir slíku grundvallarmáli, því það er ekki eins og allt verði sjálfkrafa fullkomið ef bara fornleifafræðingar fá að bítast um verkin. Það myndi að vísu bægja frá þeim hættum sem hér hafa verið útlist­ aðar en við ættum að geta gert enn betur. Það er ef til vill lán í því óláni sem yfirstandandi kreppa er að nú ætti að gefast svigrúm til að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Við þurfum skipulag sem tryggir að fornleifar séu rannsakaðar skynsamlega og með því á ég við að mestur arður, fjárhagslegur og menningar­ legur, fæst ef fornleifarannsóknir eru skipulagðar á vísindalegum grunni og gerð skýr krafa um vísindalegan árangur þeirra. Slíkar kröfur vefjast ekkert fyrir öðrum vísindagreinum og má raunar segja að þetta sé ekki merkilegt stefnumál: að fornleifarannsóknir verði að skila áþreifanlegum rannsóknar­ niðurstöðum sem geti haft vægi í vísindalegri umræðu. En það þarf að hafa slíka stefnu. Og hún þarf að vera afdráttarlaus, sem þýðir að engan afslátt má veita þó að tilefni rannsóknanna sé ekki endilega mjög göfugt. Slíkri stefnu verður ekki framfylgt með einu saman eftirliti. Eftirlit getur verið nauðsynlegt en það er í eðli sínu geldandi. Það dettur engum í hug að hafa opinbert eftirlit með leikhússtarfi og þó er alveg álitamál hvort sé verra: lélegt leikhús eða lélegur fornleifauppgröftur. Raunverulegt aðhald getur bara komið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.