Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 102
Á d r e p u r
102 TMM 2010 · 3
frá virkri og frjórri vísindalegri umræðu. Ef hún er í gangi verður þeim mun
erfiðara fyrir fornleifafræðinga að komast upp með að grafa og grafa og leggja
aldrei neitt til málanna. Og aðeins með vísindalegri umræðu er hægt að skilja
hismið frá kjarnanum, greina hverjir eru að gera eitthvað af viti og hverjir ekki,
hverjum er treystandi til að taka að sér stór og flókin verkefni, og, það sem mest
er um vert, skapa þekkingu sem raunverulega nýtist samfélagi okkar.
Á þetta hefur skort og ástæðan er fyrst og fremst sú að þó að fé hafi legið á
lausu til uppgraftarverkefna þá hefur fjárfesting verið afar lítil í grunnrann
sóknum og meira að segja þau stóru uppgraftarverkefni sem opinberir sjóðir
hafa styrkt hafa sjaldnast verið til lykta leidd því fé fæst seint og illa til að ljúka
þeim. Margir íslenskir fornleifafræðingar rekast frá einum uppgrefti til annars.
Þeir skrifa, ef vel lætur, tæknilegar skýrslur um það sem í ljós kemur, en hafa
sjaldnast aðstæður eða orku til að setja niðurstöður sínar í vísindalegt sam
hengi eða kynna þær skipulega fyrir vísindasamfélaginu og almenningi. Niður
stöður skila sér seint eða ekki inn í vísindalega umræðu sem er fyrir vikið bæði
lítil og slitrótt. Þetta jafnast á við það að draga fisk úr sjó en láta hann svo rotna
á hafnarbakkanum. Það er bara ekki gáfulegt.
Fornleifastofnun Íslands var stofnuð fyrir 15 árum til að vinna gegn þessari
þróun og hefur náð góðum árangri, m.a. með útgáfu alþjóðlegs vísindatímarits,
Archaeologia islandica, og þátttöku í verkefnum á borð við Fornleifaskóla
barnanna. Stofnuninni eru hinsvegar sett sömu takmörk og greininni í heild:
hún er rekin nánast eingöngu fyrir verkefnafé og hefur takmarkað bolmagn til
að sinna grunnrannsóknum. Mjór vísir er líka kominn í Háskóla Íslands þar
sem fornleifafræði hefur verið kennd síðan 2002 en með aðeins tvö og hálft
stöðugildi svo að einnig eru takmörk fyrir því hvers má vænta þaðan. Frábær
árangur námsbrautar í fornleifafræði í að laða að sér framhaldsnemendur í
meistara og doktorsnám, sýnir hinsvegar hversu frjór jarðvegurinn er til að
gera góða hluti.
Það væri meira vit í því að grafa minna og markvissar, og nýta frekar það fé
sem tiltækt er til að fjármagna grunnrannsóknir og gera fornleifafræðingum
kleift að fylgja eftir niðurstöðum uppgrafta sinna, þróa hugmyndir og kenn
ingar, gefa út, fræða og mennta – fullvinna aflann. Ýmsar leiðir eru færar til að
ná slíkum markmiðum en eina lausn vil ég nefna hér að lokum sem mér sýnist
vert að athuga.
Í stað núverandi fyrirkomulags væri sanngjarnara og árangursríkara að
framkvæmdaaðilum sem gera jarðrask væri skylt að greiða tryggingargjald, og
að iðgjöldin yrðu nýtt til að fjármagna öflugar grunnrannsóknir og markvisst
vísindastarf í íslenskri fornleifafræði. Þetta mætti líka kalla skatt og það er gert
í Frakklandi þar sem áþekku kerfi hefur verið komið á. Í núverandi kerfi er það
eins og hver önnur óheppni ef framkvæmdaaðili lendir í því að þurfa að borga
fyrir fornleifarannsóknir. Flestir komast hjá því vegna þess að fornleifar eru
einfaldlega ekki á hverju strái. Sumir eru í aðstöðu til að hanna sínar fram
kvæmdir framhjá fornleifum en aðrir lenda í því að þurfa að borga háar fjár
hæðir og kemur það hlutfallslega mest niður á smæstu aðilunum. Það er líka