Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 105
Á d r e p u r TMM 2010 · 3 105 og áhorfenda eiga stundum ekkert skylt við það sem á rólegri stundum kallast sannur íþróttaandi eða íþróttamannsleg framkoma. Þar breytast siðprúðustu menn í hreina villimenn enda segir spakmælið að enginn sé annars bróðir í leik. Ýmis dæmi má finna um það, allt frá Egilssögu til dagsins í dag. Íþróttir urðu stundum upphafið að miklum voðaverkum í fornritunum og svo er enn víða um heim. Fleyg eru orð Orwells um að í fótbolta sé ekki rétt við haft, þar séu hatur, öfund, sjálfhælni og lítilsvirðing fyrir reglum með í för. * Á þeim tíu árum sem ég hef fylgt sonum mínum eftir í ýmsum íþróttum, en einkum þó boltaíþróttum, hef ég séð mörg dæmi um óíþróttamannslega fram­ komu á vellinum og allt í kringum hann. Ég hef heyrt foreldra kalla svæsnustu svívirðingar á dómara í leik með 10 ára strákum, heyrt þá hlæja að óförum hins liðsins og fagna hverju marki ákaft þótt staðan hafi verið orðin 10–0 og leik­ menn hins liðsins heldur framlágir orðnir, biðja jafnvel um meira: Halda svo áfram strákar, rústa þeim! Ég hef nokkrum sinnum reynt að ræða þetta við feðurna á línunni og þeir sjóuðustu hafa þá gjarnan sagt sisona: Þeir hafa gott af því að tapa. En vilja samt að sínir menn vinni – og það vil ég auðvitað líka. Ég hef séð þjálfara hella sér yfir unga og viðkvæma leikmenn, beita þá jafnvel andlegu ofbeldi, séð þá óskapast út í eitt í dómurunum, beita klækjabrögðum til þess að koma liði á pall, einblína á stóra og sterka leikmenn og sýna hinum fyrirlitningu svo þeir hröktust að lokum burt. Ég hef séð þá sýna foreldrum hins liðsins hreinan dónaskap, og jafnvel foreldrum síns eigin liðs. Ég hef séð dómara taka vafasamar ákvarðanir, sleppa kannski þeim sem sparkar í hausinn á leik­ manni en reka þann sem mótmælir ofbeldisverkinu út af og mjög algengt er að þeir dæmi ekki þegar pasturslitlum leikmönnum er rutt úr vegi af líkamlega sterkari piltum svo þeim hefur verið bráð hætta búin. Ég hef séð leikmenn fella, lemja, hrinda og svívirða og heyrt af þjálfurum sem hafa beinlínis hvatt til slíkrar hegðunar. Leikmenn í sigurvímu eru þó stundum óíþróttamannsleg­ astir af öllum. Eitt sinn hafði Morgunblaðið eftir einum leikmanni meistar­ flokks í körfubolta: „Við vildum slátra þeim strax í fyrri hálfleik.“ Sjálfur hef ég ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Ég lifi mig inn í leikinn og ekki alls fyrir löngu lenti ég í orðahnippingum við mann sem kallaði inn á völlinn að sínir menn ættu að gera árás. Hann brást hinn versti við, og þá ekki síður konan hans, þegar ég gerði athugasemd við orðalagið, sennilega ekki í mildum tón, enda hef ég litla þolinmæði fyrir rugl í öðrum og reyndar ekki í sjálfum mér heldur. Var ég kannski að gera árás á hann? Hvað um það, ég get verið lengi að jafna mig eftir íþróttakappleik ef eitthvað hefur komið upp á, enda þekki ég ekki nógu vel þann mann sem þar birtist og vil helst ekki vera hann þegar leik er lokið – og reyndar ekki heldur meðan á honum stendur. Það er engu líkara en flokkaíþróttir virkji í manni ævafornar heilastöðvar hvort sem manni líkar betur eða verr. *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.