Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 106
Á d r e p u r 106 TMM 2010 · 3 Áðurnefnd dæmi hljóma kannski ekki eins og verið sé að lýsa kjöraðstæðum fyrir uppeldi barna og unglinga. Harðjaxlarnir mundu segja: Það sem ekki drepur mann herðir mann. Eða: Svona er boltinn. Sú tvískipting sem verður til í kringum íþróttir, og endurspeglast m.a. í hatri Unitedmannsins Waynes Rooney á Liverpool, sem olli nokkru uppnámi nýverið, er sambærileg við það sem gerist á vígvelli eins og heyra má á orðavali íþróttafréttamanna. Það verður til andstæðingur og ekki endilega víst að borin sé virðing fyrir honum. Íþróttir stuðla með öðrum orðum að því að heift losnar úr læðingi og mörg dæmi eru um blóðug átök í kringum íþróttir. Þetta er sumpart sambærilegt við heita þjóðernisstefnu þar sem menn eru tilbúnir að fremja ýmis óhæfuverk í nafni ættjarðarástar. Á góðum degi má þó halda því fram að íþróttaleikvangurinn sé upplagður rammi utan um nauðsynlega útrás fyrir villimennskuna sem virðist búa í okkur, þó að sá rammi haldi ekki alltaf, en á vondum degi mætti halda því fram að íþróttir æstu upp í fólki villi­ mennsku að óþörfu. Það sem ég vildi benda á með þessu er að íþróttir eru aldrei saklaust fyrir­ bæri. Þær eru náskyldar stríðsrekstri og ég ímynda mér að þær hafi uppruna­ lega haft þann tilgang að stæla menn fyrir stríð eða veiðar. Þegar íþróttahreyf­ ingin heldur því fram að íþróttir séu hollar og heppilegar fyrir æsku landsins virðist hún ekki alltaf hafa allan pakkann í huga. Jú, íþróttahreyfingin hefur náð miklum árangri við þjálfun undanfarin ár, en miðað við kynni mín af henni er hún of upptekin af tæknilegum og líkamlegum atriðum og síðast en ekki síst af keppni, sem virðist hafin yfir gagnrýni þegar til kastanna kemur. Þó að ég hafi alla tíð verið mikill áhugamaður um íþróttir, og hefði alls ekki viljað missa af þeim, þá hefur mér löngum fundist sem íþróttahreyfingin sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Hún er svo upptekin af keppni að hún gleymir stundum að spyrja grundvallarspurninga, t.d. einmitt um keppni og sigur, en einkum þó um hlutverk sitt við að móta hegðunarmynstur og vera fyrirbyggj­ andi afl í heilbrigðismálum. * Við vitum að öll börn kynnast íþróttum nú til dags og mörg þeirra verja miklum tíma undir handarjaðri íþróttafélaga. Íþróttahreyfingin á verulegan þátt í uppeldi barna og félagsmótun og þar með í mótun samfélags okkar. Margt er þar vel unnið og margir leggja þar gjörva hönd á plóg. En eins ein­ kennilega og það hljómar virðist mér stundum sem hreyfingin hafi ekki gert sér grein fyrir þessari íþróttavæðingu og haldi bara áfram að láta krakkana hlaupa, stökkva og takast á, algjörlega ómeðvituð um hið víðara samhengi, nefnilega að henni er falið langtum veigameira hlutverk í nútímasamfélagi en að framleiða afreksfólk, þó að það hljóti að fljóta með. Nú er ég ekki að biðja íþróttahreyfinguna að sjá alfarið um uppeldi barnanna okkar, ekki frekar en skólana. En hún getur ekki, ef vel á að vera, skorast undan hinni félagslegu, atferlisfræðilegu og heilsfarslegu ábyrgð sem fylgir umfangs­ mikilli starfsemi hennar. Til að vera verð þess mikla trausts sem þjóðin setur á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.