Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 106
Á d r e p u r
106 TMM 2010 · 3
Áðurnefnd dæmi hljóma kannski ekki eins og verið sé að lýsa kjöraðstæðum
fyrir uppeldi barna og unglinga. Harðjaxlarnir mundu segja: Það sem ekki
drepur mann herðir mann. Eða: Svona er boltinn.
Sú tvískipting sem verður til í kringum íþróttir, og endurspeglast m.a. í hatri
Unitedmannsins Waynes Rooney á Liverpool, sem olli nokkru uppnámi
nýverið, er sambærileg við það sem gerist á vígvelli eins og heyra má á orðavali
íþróttafréttamanna. Það verður til andstæðingur og ekki endilega víst að borin
sé virðing fyrir honum. Íþróttir stuðla með öðrum orðum að því að heift
losnar úr læðingi og mörg dæmi eru um blóðug átök í kringum íþróttir. Þetta
er sumpart sambærilegt við heita þjóðernisstefnu þar sem menn eru tilbúnir að
fremja ýmis óhæfuverk í nafni ættjarðarástar. Á góðum degi má þó halda því
fram að íþróttaleikvangurinn sé upplagður rammi utan um nauðsynlega útrás
fyrir villimennskuna sem virðist búa í okkur, þó að sá rammi haldi ekki alltaf,
en á vondum degi mætti halda því fram að íþróttir æstu upp í fólki villi
mennsku að óþörfu.
Það sem ég vildi benda á með þessu er að íþróttir eru aldrei saklaust fyrir
bæri. Þær eru náskyldar stríðsrekstri og ég ímynda mér að þær hafi uppruna
lega haft þann tilgang að stæla menn fyrir stríð eða veiðar. Þegar íþróttahreyf
ingin heldur því fram að íþróttir séu hollar og heppilegar fyrir æsku landsins
virðist hún ekki alltaf hafa allan pakkann í huga. Jú, íþróttahreyfingin hefur
náð miklum árangri við þjálfun undanfarin ár, en miðað við kynni mín af
henni er hún of upptekin af tæknilegum og líkamlegum atriðum og síðast en
ekki síst af keppni, sem virðist hafin yfir gagnrýni þegar til kastanna kemur.
Þó að ég hafi alla tíð verið mikill áhugamaður um íþróttir, og hefði alls ekki
viljað missa af þeim, þá hefur mér löngum fundist sem íþróttahreyfingin sjái
ekki skóginn fyrir trjánum. Hún er svo upptekin af keppni að hún gleymir
stundum að spyrja grundvallarspurninga, t.d. einmitt um keppni og sigur, en
einkum þó um hlutverk sitt við að móta hegðunarmynstur og vera fyrirbyggj
andi afl í heilbrigðismálum.
*
Við vitum að öll börn kynnast íþróttum nú til dags og mörg þeirra verja
miklum tíma undir handarjaðri íþróttafélaga. Íþróttahreyfingin á verulegan
þátt í uppeldi barna og félagsmótun og þar með í mótun samfélags okkar.
Margt er þar vel unnið og margir leggja þar gjörva hönd á plóg. En eins ein
kennilega og það hljómar virðist mér stundum sem hreyfingin hafi ekki gert
sér grein fyrir þessari íþróttavæðingu og haldi bara áfram að láta krakkana
hlaupa, stökkva og takast á, algjörlega ómeðvituð um hið víðara samhengi,
nefnilega að henni er falið langtum veigameira hlutverk í nútímasamfélagi en
að framleiða afreksfólk, þó að það hljóti að fljóta með.
Nú er ég ekki að biðja íþróttahreyfinguna að sjá alfarið um uppeldi barnanna
okkar, ekki frekar en skólana. En hún getur ekki, ef vel á að vera, skorast undan
hinni félagslegu, atferlisfræðilegu og heilsfarslegu ábyrgð sem fylgir umfangs
mikilli starfsemi hennar. Til að vera verð þess mikla trausts sem þjóðin setur á