Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 111
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 111 Hver talar? Það hefur verið gert að umræðuefni í ritdómum um Karlsvagninn hve dóm­ hörð, sjálfsupptekin og hrokafull Gunnur, sögumaður bókarinnar, er. Sannar­ lega er hún allt þetta og meira til. Hún hælir sér í bókinni af því að vera góður hlustandi, góður sögumaður og góð í flestu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er óþægilegt fyrir lesanda að hlusta á hroka hennar og sjálfhælni en hvort tveggja er beinlínis viðfangsefni þeirrar sjálfskoðunar sem bókin lýsir. Móðir Gunnar ól allt sitt heimilisfólk upp í þeirri trú að fjölskylda hennar væri sérstök og einstök og framúrskarandi. Fjölskyldan er harðgerð, dugleg, siðfáguð – með sögu og ættarstolt – og vanti eitthvað upp á glæsibraginn kann fjölskyldan að fela það, bjáti eitthvað á er það bælt og látið sem ekkert hafi í skorist. Heimilið er annálað fyrir hreinlæti og myndarskap. Strangar reglur gilda um hvaðeina. Árni prófastur Þórarinsson segir frá því í sinni miklu ævisögu hvernig strangt barnauppeldið sem hann hlaut í Árnessýslu gekk næst lífi hans en eftir það mat hann aðrar uppeldisaðferðir lítils og fannst öll börn illa uppalin sem ekki fengu sömu trakteringar. Hið sama gildir um Gunni í Karlsvagninum og henni skilst smám saman í sögunni hve mikið mein það hefur gert henni. Á hverju sumri frá því hún var 6 ára var hún send í sveit, oftast á ókunn heimili. Síðasti sumardvalarstaðurinn sem Gunnur segir Hind frá er það sóðalegasta og lúsugasta heimili sem hugsast getur en jafnframt það sem breytir lífi Gunnar. Dvölin þar byggir hana upp, þar dáist heimilisfólkið að henni, þykir vænt um hana og gefur henni nýtt sjálfstraust. Þar var sá kær­ leikur sem hún hefur misst sjónar á síðustu árin. Stílfærsla Karlsvagninn er ólíkur síðustu bókum Kristínar Marju sem voru breiðar, epískar sögur um sterka persónuleika. Karlsvagninn er stílfærð saga; hún segir frá valdabaráttu tveggja kvenna í þrjá daga. Báðar eru veikar fyrir og hrjáðar en málið snýst um hvernig þær geta byggt upp gagnkvæmt traust sem gæti orðið grundvöllur uppbyggingar. Karlsvagninn og saga Gunnar af stórfjölskyldu sinni hefur verið lesin sem táknsaga um fall íslenska samfélagsins (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Miðjan 09/12/2009). Íslenska fjölskyldan fyrir hrun var sannfærð um eigið ágæti, kulnuð, hrokafull og blind á þau gildi sem í raun skipta meginmáli; ást, vináttu og virðingu fyrir öðru fólki. Að ekki sé minnst á ábyrgð foreldra á börnum sínum og afleiðingar þess að víkjast undan þeirri ábyrgð. Bókin skilur lesanda eftir frekar vongóðan um að hægt sé að byggja á rústunum þrátt fyrir allt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.