Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 112
D ó m a r u m b æ k u r 112 TMM 2010 · 3 Aðalsteinn Ingólfsson Fjórar myndir af myndlistarmönnum Kristín Guðnadóttir: Svavar Guðnason. Veröld, 2009, 355 bls. Gunnar J. Árnason: Kristinn E. Hrafnsson. Crymogea, 2009, 192 bls. Guðbjörg Kristjánsdóttir ritstj.: Gerður, meistari glers og málma. Listasafn Kópavogs, 2010, 165 bls. Þorsteinn Jónsson, ritstj.: Páll á Húsafelli. Reykjavík Art Gallery, 2009, 156 bls. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur útgáfa á bókum um myndlist og mynd­ listarmenn verið einn helsti Akkilesarhæll íslenskrar bókaútgáfu. Ekki vegna þess að íslenskir forleggjarar hafi verið áhugalausir um slíkar bækur; þvert á móti hafa þeir haft frumkvæði að útgáfu þeirra meðan stjórnvöld, sem í reynd bera ábyrgð á sjónmennt landsmanna, hafa dregið lappirnar. Ég minni á bók um íslenska myndlist sem Kristján Friðriksson gaf út í síðara stríði, brautryðj­ endaverk þeirra Ragnars í Smára og Björns Th. Björnssonar, íslensku mynd­ listarsöguna, myndlistarbækurnar sem Iceland Review útgáfan sendi frá sér á níunda áratugnum og svo útgáfu Sverris Kristinssonar og Listasafns ASÍ á listaverkabókum sem stóð yfir á árunum 1982–87. Hins vegar vita allir sem komið hafa nálægt bókaútgáfu að á Íslandi er nánast ógjörningur að græða á bókum um myndlist sem gerðar eru af sæmilegum metnaði. Framleiðslukostn­ aður þeirra, og þá aðallega ljósmyndun, myndvinnsla, útlitshönnun og prentun, er umtalsvert hærri en annarra bóka, og eru laun textahöfunda einungis um 10% af þeim kostnaði. Eins og í öðrum löndum er markaður fyrir vandaðar myndlistarbækur sömuleiðis takmarkaður, íslenskt upplag er í mesta lagi 1000 eintök, sem þýðir auðvitað að forleggjarinn getur þurft að selja eintakið á allt að því 20.000 krónur til að koma út á sléttu. Nema hægt sé að véla fyrirtæki eða opinbera sjóði til samstarfs. Því eru bækur eins og stóra Kjarvalsbókin, sem örforlagið Nesútgáfan gaf út fyrir fimm árum, meiri háttar afrek út frá fjáröflunarsjónarmiðum, burtséð frá öllum öðrum kostum hennar, þar sem tókst að fá hátt á þriðja tug svokallaðra „fjársterkra aðila“, allt frá ríkisstjórn Íslands til umsvifamikilla heildsala, til að leggja henni til styrki. Aðilar á borð við banka, verðbréfasjóði, tryggingasjóði og kreditkortafyrirtæki, komu raunar að útgáfu flestra þeirra myndlistarbóka sem gefnar voru út í góðærinu, til dæmis var Kaupþing bakhjarl stórrar bókar um Kristján Davíðsson, sem kom út árið 2007. Í katastrófunni miðri varð fleirum en mér eflaust hugsað til þess hvaða áhrif hún mundi hafa á þessa og viðlíka útgáfustarfsemi. Skemmst er frá því að segja að í bráð virðist hún ekki hafa haft nein áhrif á útgáfu myndlistarbóka, hvað sem síðar verður. Þvert á móti: árið 2009–10 hafa komið út fleiri og fjölbreyttari bækur um íslenska myndlist og hönnun en á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.