Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 113
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 113 nokkru öðru tímabili sem ég man eftir, yfirlitsbækur um staka listamenn, sýnisbækur um einstök tímabil í íslenskri myndlist og hönnun og upplýsinga­ rit „utan flokka“ eins og afmælisbókin um Nýlistasafnið. Þegar grennslast er fyrir um fjárhagslega bakhjarla þessara bóka kemur í ljós að áðurnefndir „fjár­ sterkir aðilar“ eru víðs fjarri, en í staðinn eru komnir til sögunnar sjóðir í vörslu einkaaðila, félaga eða bæjarfélaga, nýstofnaðir sjóðir í forsjá þriggja ráðuneyta, og það sem er nýtt í stöðunni, verulegt fjárframlag frá þeim mynd­ listarmönnum sem fjallað er um eða ættingjum þeirra. Nýlegar bækur um Elías B. Halldórsson, Ásgerði Búadóttur og Svavar Guðnason hefðu trauðlega komið fyrir almenningssjónir nema fyrir slík framlög, og fyrirhuguð bók um Hafstein Austmann er sömuleiðis kostuð að mestu leyti af listamanninum sjálfum. Ég veit að ýmsum myndlistarmönnum geðjast ekki allskostar að þess­ ari nýjung; telja að þeim beri ekki að standa undir umfjöllunum um sjálfa sig, sem má til sanns vegar færa. En þetta er raunar alsiða úti í heimi; þegar ég kom fyrst að útgáfu bókar um Erró man ég gjörla að listamaðurinn varð yfir sig undrandi þegar hann komst að því að ekki var ætlast til þess að hann legði fé til útgáfunnar. Ekki síst vegna þess að hann taldi sjálfan sig hafa mestan hag af henni í bráð og lengd. Af Hafnarljóninu Veglegust myndlistarbóka á síðasta ári, bókin um Svavar Guðnason, er þannig til komin fyrir forsjálni ekkju Svavars, Ástu Eiríksdóttur, og ráðgjafa hennar, sem settu hluta af erfðafé listamannsins í sjóð sem ætlað var að standa undir útgáfu á veglegri úttekt á myndlist hans. Og þá var enginn betur til þess fallinn að semja þá úttekt en Kristín G. Guðnadóttir, sem þá hafði nýlega lokið við tímamótaverk sitt um Kjarval, sem áður er nefnt. Sennilega hefur ekki verið nógsamlega fjallað um sérstöðu Svavars í íslenskri myndlist. Hann er sá eini hinna stóru frumherja íslenskrar nútímalistar sem hófst upp af sjálfum sér, án teljandi viðkomu í listaskólum. Dvöl Svavars í Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn varð einungis nokkrir mán­ uðir og hjá Léger í París var hann nánast í mýflugumynd. Og talaði raunar fremur háðslega um allar tilraunir listaskóla til að kenna mönnum að búa til myndlist; það yrðu þeir að kenna sér upp á eigin spýtur. Síðan þróast myndlist Svavars á allt aðra lund en íslenskra samtímamanna hans, jafnvel þótt hann bergði af sama brunni og þeir, af landslagi Ásgríms, evrópskum expressjón­ isma og síðan af súrrealismanum, eins og hann birtist í verkum Klees, Mirós og Picassos. Að ógleymdum Léger, sem er eitt fyrsta stopp hans á hinni mód­ ernísku vegferð, sjá verkin frá 1938–39. Að hluta til má skýra sérstöðu Svavars með langdvölum hans í Danmörku og samneyti hans við Helhesten­gengið. En þá rekur maður sig á skoðanir danskra félaga hans, sem töldu Íslendinginn líka sér á parti í þeirra selskap. Einhvern tímann reyndi ég að koma orðum að þessari sérstöðu Svavars, bæði í íslensku og dönsku samhengi, og þóttist þá geta merkt að hún fælist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.