Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 114
D ó m a r u m b æ k u r 114 TMM 2010 · 3 aðallega í afstöðu hans til litanna. Það er að segja, að Svavar, ólíkt nánast öllum samherjum sínum, taldi að með litum, einum og sér, mætti segja allt sem segja þyrfti í myndlist. Af því leiðir ekki að listsýn hans hafi verið algjörlega huglæg – abstrakt. Í rauninni eru fáir íslenskir listmálarar eins hlutbundnir og Svavar, því í langflestum málverkum hans djarfar fyrir einhvers konar landslagi, himinhnöttum, dýralífi, húsum, bátum eða dulkóðuðu mannlífi; áhorfandinn þarf einungis að gefa sér góðan tíma til gaumgæfa það sem hann sér. Ég á fyrst og fremst við það að viðhorf Svavars til myndefnisins og áhrifamáttur mynd­ anna í heild sinni birtast ekki í mótífinu eða strúktúrnum, heldur í litunum: hvellum andstæðulitum, samspili margra heitra lita, mótun þessara lita með penslum eða spöðum og mismunandi áferð þeirra. Kannski er það vegna þess hve liturinn skiptir Svavar miklu máli sem honum reynist svo létt að breyta um byggingastíl, ef svo má segja, sjá til dæmis svokallað strangflatatímabil hans á sjötta áratugnum sem margir hafa velt vöngum yfir. Fram til þess síðasta var litasýn Svavars svo þróuð, að hann þurfti ekki annað en slengja saman tveimur alls óskyldum litum á hvíta örk til að skapa myndir sem hreyfa við okkur. Síðan má endalaust velta fyrir sér – og ómaksins vert að gera það – hvaðan Svavari kemur þessi litasýn. Kannski ofan úr jöklum? Hinn andstyggilegi snákur Ég hefði gjarnan viljað sjá Kristínu brjóta til mergjar þessi og önnur álitamál sem tengjast Svavari, að brjóta upp krónólógískan frásagnarmáta bókar sinnar með sneiðmyndum af eðli línudans listamannsins á mörkum hins hlutlæga og huglæga, svo eitt dæmi sé nefnt. Og hvað með áhrif Légers, eru þau ekki öllu meiri á Svavar, a.m.k. í upphafi ferils hans, en menn hafa talið? Meint „trú­ skipti“ Svavars, það er skyndileg stefnubreyting í geómetríska átt árið 1952, kalla líka á ítarlega umfjöllun, svo mjög sem geómetrían var á skjön við allt sem Svavar hafði gert fram að því. Svo mætti draga saman samskipti Svavars við COBRA­hópinn („þann andstyggilega snák“, eins og hann kallaði hann í grein); var hann nokkurn tímann þátttakandi í honum af fúsum vilja, eins sífellt er hamrað á í öllum skrifum um listamanninn, eða taldi hann fyrir­ bærið sér óviðkomandi? Við því hefur Kristín ekki afdráttarlaust svar. Á móti kemur að hún heldur býsna vel á spöðunum þegar kemur að því að koma orðum að framvindunni á margbrotnum ferli Svavars og heldur þá flestum samskiptum og atburðum til haga sem máli skipta; við þekkjum þessa elju hennar af Kjarvalsbókinni. Og dregur þá margt nýtt og skemmtilegt fram, til dæmis úr bréfum Svavars, en eins og margir vita var tungutak hans kjarn­ mikið upp á skaftfellskan máta – jafnvel á dönsku. Sitthvað er samt í hlutlausri frásögn Kristínar sem kallar á frekari útlistun. Á bls. 51 nefnir hún að í myndum frá fyrstu mánuðum Svavars í Kaupmnna­ höfn (1935) sé að finna áhrif frá þýskum expressjónisma. Hvar getur hann hafa komist í tæri við þann isma? Er ekki líklegra að hann hafi séð enduróman þýska expressjónismans í verkum norrænu módernistanna, Jais Nielsen, Axels
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.