Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 117
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 117 fyrir skömmu í tilefni af fimmtugsafmæli hins frjóa og elskulega náttúrubarns. Sú fyrri er smart, stílhrein og knöpp, sú síðarnefnda er óreiðan uppmáluð, svo uppfull með myndefni, textabrot og útlitslega skavanka að það hálfa væri nóg. Að fletta henni er eins og að blaða í óskipulegri úrklippumöppu listamannsins, þar sem ægir saman gömlum heimildaljósmyndum, ljósmyndum af verkum hans frá fyrstu tíð, höggmyndum, olíumálverkum, vatnslitamyndum, þrykki­ myndum og svo auðvitað steinhörpunum, – ekki endilega í tímaröð – ljósritum úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, heimildum um Húsafell og nágrenni, umsögn­ um um sýningar Páls, innskotum um mannlíf og jarðfræði í Borgarfirði og svo auðvitað alls konar textum eftir hinn síunga fóstbróður listamannsins, Thor Vilhjálmsson og rissi sem tengist samvinnu þeirra. Og er þá ekki allt upp talið í því gnægtahorni sem bókin er. Vissulega hefði ég viljað sjá annars konar bók um verk Páls, bók í stærra broti, með öðruvísi ljósmyndum og fallegra útliti. Samt er eitthvað heimilislegt og einlægt, já beinlínis aðlaðandi, við bók Þorsteins, því með einhverjum undarlegum hætti endurspeglar hún bæði nánasta umhverfi og ríkulegt hugar­ flug listamannsins, svo ekki sé minnst á óstýrilæti hans og lífsfjör. Ekkert af þessu verður með góðu móti fest á „venjulega“ myndlistarbók. Svanhildur Óskarsdóttir Óvíð ummyndaður Óvíd (Publius Ovidius Naso): Ummyndanir (Metamorphoses). Kristján Árnason íslenskaði og ritaði inngang. Mál og menning, 2010. Allt breytist, ekkert eyðist. Andinn reikar, kemur þaðan og hingað og fer héðan þangað og sest að í hvaða líkama sem hann kýs sér, og úr dýrsham hverfur hann í líkama manns og aftur í dýrsham úr okkar líkama, og aldrei mun hann tortímast […] Allt streymir, og allt birtist í síbreytilegri mynd. Sjálfur tíminn líður fram í stöðugri hreyfingu á sama hátt og fljót. Því hvorki getur fljótið numið staðar né getur sviflétt stundin það, en líkt og alda er knúin áfram af öldu og sú alda í senn knúin af þeirri sem eltir og knýr jafnframt sjálf þá sem er á undan, þá flýr tíminn og eltir í senn og er sífellt nýr. Því það sem var áður er liðið, og það sem er ekki verður, og hver andrá felur í sér eitthvað nýtt. (413) Þessi orð leggur Publius Ovidius Naso (43 f.Kr.–17/18 e.Kr.) í munn heim­ spekingnum Pýþagórasi í síðustu bók Ummyndana sinna og þau má nota til þess að draga fram tvo grunnþætti verksins. Annars vegar snýst það um titil sinn, nefnilega frásagnir af ummyndunum, hamskiptum, myndbreytingum. Á hinn bóginn fellir Óvíd slíkar sögur inn í ramma veraldarsögunnar, bók­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.