Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 117
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 3 117
fyrir skömmu í tilefni af fimmtugsafmæli hins frjóa og elskulega náttúrubarns.
Sú fyrri er smart, stílhrein og knöpp, sú síðarnefnda er óreiðan uppmáluð, svo
uppfull með myndefni, textabrot og útlitslega skavanka að það hálfa væri nóg.
Að fletta henni er eins og að blaða í óskipulegri úrklippumöppu listamannsins,
þar sem ægir saman gömlum heimildaljósmyndum, ljósmyndum af verkum
hans frá fyrstu tíð, höggmyndum, olíumálverkum, vatnslitamyndum, þrykki
myndum og svo auðvitað steinhörpunum, – ekki endilega í tímaröð – ljósritum
úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, heimildum um Húsafell og nágrenni, umsögn
um um sýningar Páls, innskotum um mannlíf og jarðfræði í Borgarfirði og svo
auðvitað alls konar textum eftir hinn síunga fóstbróður listamannsins, Thor
Vilhjálmsson og rissi sem tengist samvinnu þeirra. Og er þá ekki allt upp talið
í því gnægtahorni sem bókin er.
Vissulega hefði ég viljað sjá annars konar bók um verk Páls, bók í stærra
broti, með öðruvísi ljósmyndum og fallegra útliti. Samt er eitthvað heimilislegt
og einlægt, já beinlínis aðlaðandi, við bók Þorsteins, því með einhverjum
undarlegum hætti endurspeglar hún bæði nánasta umhverfi og ríkulegt hugar
flug listamannsins, svo ekki sé minnst á óstýrilæti hans og lífsfjör. Ekkert af
þessu verður með góðu móti fest á „venjulega“ myndlistarbók.
Svanhildur Óskarsdóttir
Óvíð ummyndaður
Óvíd (Publius Ovidius Naso): Ummyndanir (Metamorphoses). Kristján Árnason
íslenskaði og ritaði inngang. Mál og menning, 2010.
Allt breytist, ekkert eyðist. Andinn reikar, kemur þaðan og hingað og fer héðan
þangað og sest að í hvaða líkama sem hann kýs sér, og úr dýrsham hverfur hann í
líkama manns og aftur í dýrsham úr okkar líkama, og aldrei mun hann tortímast
[…] Allt streymir, og allt birtist í síbreytilegri mynd. Sjálfur tíminn líður fram í
stöðugri hreyfingu á sama hátt og fljót. Því hvorki getur fljótið numið staðar né
getur sviflétt stundin það, en líkt og alda er knúin áfram af öldu og sú alda í senn
knúin af þeirri sem eltir og knýr jafnframt sjálf þá sem er á undan, þá flýr tíminn og
eltir í senn og er sífellt nýr. Því það sem var áður er liðið, og það sem er ekki verður,
og hver andrá felur í sér eitthvað nýtt. (413)
Þessi orð leggur Publius Ovidius Naso (43 f.Kr.–17/18 e.Kr.) í munn heim
spekingnum Pýþagórasi í síðustu bók Ummyndana sinna og þau má nota til
þess að draga fram tvo grunnþætti verksins. Annars vegar snýst það um titil
sinn, nefnilega frásagnir af ummyndunum, hamskiptum, myndbreytingum. Á
hinn bóginn fellir Óvíd slíkar sögur inn í ramma veraldarsögunnar, bók