Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 127
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 3 127
Bók Árna Bergmanns um glímu mannsins við Guð er afar lærdómsrík fyrir
hinn almenna lesanda. Hann gefur góða innsýn í sögu glímunnar en um leið
hefur hann persónugert þessa glímu og gert hana aðgengilega fyrir lesandanum
sem fylgist spenntur með frá upphafi til enda því að höfundur býður lesand
anum til samtals, hugsar upphátt í léttum og leikandi texta. Árni rekur áhuga
verð dæmi sem gefa innsýn í hinn stóra heim guðshugtaksins, þar er af nógu
að taka. En hann sýnir einnig skilning á guðfræði líðandi stundar sem er
óneitanlega mikils virði á bókamarkaði sem er afar rýr á þeim vettvangi og
koma þá orð Schleiermachers um hnút sögunnar aftur upp í hugann. Lesand
inn er leiddur inn í vitsmunalega umræðu um trú sem er raunar eina umræðan
sem hæfir slíku efni. Það hefur Árna Bergmann tekist með þessari bók, fyrir
það á hann þakkir skildar, í það minnsta frá þeim sem vilja forða umræðunni
um það sem skiptir manninn mestu máli frá því að verða lágkúrunni að bráð.
En aftur að Grétuspurningunni sem Árni Bergmann víkur að í bókinni. Í
leikritinu Fást vaknar Jóhann að lokum og draumnum er lokið, hann er einn
með sjálfum sér á elliheimilinu í uppfærslu Borgarleikhússins. Þá birtist okkur
nýr Jóhann, nú er trúin ekki grín og spaug eins og hún hafði verið áður heldur
lífsins dýpsta alvara og hann krýpur á kné og flytur magnaða bæn: Almáttugi
Guð. Himneski faðir. Ég bið þig: Heyr mína bæn. Ég er þinn. Ég bið til engla him
insins. Grípið mig. Grípið mig og takið við mér. Takið við minni aumu sál. (Og
þegar árarnir taka ekki við honum heldur hann áfram): Ég bið um eitt tækifæri
enn. Gefðu mér aðeins eitt tækifæri. Fyrirgefðu mér, Drottinn. Ég þarf bara eitt
tækifæri enn. – Gerðu það! Ég geri hvað sem er. Hvað sem er, – hvað sem er …
Spurningin um Guð er í reynd ekki annað en spurning mannsins um tilgang
lífsins, þá spurningu mætti kalla hina trúarlegu spurningu samtímans.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Að spýta ljósi
Ísak Harðarson: Rennur upp um nótt. Uppheimar, 2009.
Ísak Harðarson liggur mjög vel við því höggi að formáli umfjöllunar um bók
hans sé fullur af frösum á borð við: „Eitt stærsta skáld sinnar kynslóðar“ eða:
„Helsta nútímaskáld okkar Íslendinga“ eða: „Hefur fyrir löngu fest sig í sessi
sem okkar fremsta skáld …“
Allt bendir raunar til þess að stórskáldið sjálft sé meðvitað um þetta, vegna
þess að í eftirmála ljóðasafnsins Ský fyrir ský (2001) leggur Ísak blátt bann við
því að nokkru sinni verði reist af honum stytta, og ekki einu sinni af tómum
hausnum(!) Það er að vísu í anda spaugarans Ísaks, sem alltaf er vel sýnilegur í