Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 127 Bók Árna Bergmanns um glímu mannsins við Guð er afar lærdómsrík fyrir hinn almenna lesanda. Hann gefur góða innsýn í sögu glímunnar en um leið hefur hann persónugert þessa glímu og gert hana aðgengilega fyrir lesandanum sem fylgist spenntur með frá upphafi til enda því að höfundur býður lesand­ anum til samtals, hugsar upphátt í léttum og leikandi texta. Árni rekur áhuga­ verð dæmi sem gefa innsýn í hinn stóra heim guðshugtaksins, þar er af nógu að taka. En hann sýnir einnig skilning á guðfræði líðandi stundar sem er óneitanlega mikils virði á bókamarkaði sem er afar rýr á þeim vettvangi og koma þá orð Schleiermachers um hnút sögunnar aftur upp í hugann. Lesand­ inn er leiddur inn í vitsmunalega umræðu um trú sem er raunar eina umræðan sem hæfir slíku efni. Það hefur Árna Bergmann tekist með þessari bók, fyrir það á hann þakkir skildar, í það minnsta frá þeim sem vilja forða umræðunni um það sem skiptir manninn mestu máli frá því að verða lágkúrunni að bráð. En aftur að Grétuspurningunni sem Árni Bergmann víkur að í bókinni. Í leikritinu Fást vaknar Jóhann að lokum og draumnum er lokið, hann er einn með sjálfum sér á elliheimilinu í uppfærslu Borgarleikhússins. Þá birtist okkur nýr Jóhann, nú er trúin ekki grín og spaug eins og hún hafði verið áður heldur lífsins dýpsta alvara og hann krýpur á kné og flytur magnaða bæn: Almáttugi Guð. Himneski faðir. Ég bið þig: Heyr mína bæn. Ég er þinn. Ég bið til engla him­ insins. Grípið mig. Grípið mig og takið við mér. Takið við minni aumu sál. (Og þegar árarnir taka ekki við honum heldur hann áfram): Ég bið um eitt tækifæri enn. Gefðu mér aðeins eitt tækifæri. Fyrirgefðu mér, Drottinn. Ég þarf bara eitt tækifæri enn. – Gerðu það! Ég geri hvað sem er. Hvað sem er, – hvað sem er … Spurningin um Guð er í reynd ekki annað en spurning mannsins um tilgang lífsins, þá spurningu mætti kalla hina trúarlegu spurningu samtímans. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Að spýta ljósi Ísak Harðarson: Rennur upp um nótt. Uppheimar, 2009. Ísak Harðarson liggur mjög vel við því höggi að formáli umfjöllunar um bók hans sé fullur af frösum á borð við: „Eitt stærsta skáld sinnar kynslóðar“ eða: „Helsta nútímaskáld okkar Íslendinga“ eða: „Hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem okkar fremsta skáld …“ Allt bendir raunar til þess að stórskáldið sjálft sé meðvitað um þetta, vegna þess að í eftirmála ljóðasafnsins Ský fyrir ský (2001) leggur Ísak blátt bann við því að nokkru sinni verði reist af honum stytta, og ekki einu sinni af tómum hausnum(!) Það er að vísu í anda spaugarans Ísaks, sem alltaf er vel sýnilegur í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.