Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2010 · 3 Þetta kemur allt: Allt kemur sem á að koma og allt kemur það á sínum tíma. Því allt hefur sinn tíma: Jafnvel tíminn hefur sinn – já, sjálfur tíminn hefur sinn eigin sérstaka og afmarkaða tíma … Og niðurstöðuna hlýtur að vera að finna í ljóðinu sem ber heiti kaflans og bókarinnar: Og jafnvel þótt slokkni á heiminum þarf ekki að slokkna á okkur. Logandi sólir erum við og vitum hvar eldsneytið er að finna og rennum upp um nótt – aldrei skærari en um niðdimma nótt. Við sigrum dauðann með fagnaðarsöng, og sérhver hráki á andlit okkar minnir okkur á komandi Lífsins vötn. (84) Í samtímanum hvílir ákveðin bannhelgi yfir trúmálum. Tímarnir leyfa ekki að guð sé dýrkaður í orðum, nema á mjög afmörkuðum svæðum. „Nú er ekki í tísku að eiga himin/og þykir merki um úrelta tilfinningasemi,“ segir í ljóðinu Himinninn snýr niður í Hvítum ísbirni sem fjallar á einstaklega áhrifamikinn máta um vandamál þess sem vill eiga lifandi trú þrátt fyrir beina andstöðu samfélagsins. Hvað eftir annað teflir Ísak Guði fram á tímum þar sem helst þykir við hæfi að fólk haldi trú sinni í hugskotum – og þegar menn fari að rausa um Guð sé það óbrigðult merki þess að þeir hafi glatað allri frumlegri hugsun og séu jafnvel smávegis geggjaðir. Ég hef svosem heyrt að trúarsannfæringin í ljóðum Ísaks falli ekki öllum í geð. Kannski síst þeim sem fundu lífsskoðunum sínum stað í fyrstu tveimur bókum hans, þar sem efahyggjan var allsráðandi. Því er ástæða til að dást að hugrekki skáldsins, sem vísast fer nærri um þessar gagnrýnisraddir. En hvort sem fólk er veikt fyrir Guði eða lætur hann fara í taugarnar á sér er Rennur upp um nótt óendanlega djúp, fögur og mannbætandi ljóðabók. Auk þess legg ég til að reist verði stytta (í fullri líkamsstærð) af Ísaki Harðar­ syni. Hún færi ákaflega vel fyrir framan Hallgrímskirkju (enda ótækt að hafa þar endalaust þennan Leif, þó að hann hafi verið heppinn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.