Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 137 honum varla vært vegna fjölskyldutengsla við gyðinga en þó ekki síður vegna sjálfrar tónlistarinnar. Dökkur og frumstæður stíll Jóns snýr baki við mörgum helstu lögmálum þýskrar tónsköpunar og ekki síst áherslunni á kontrapunkt, að margar sjálfstæðar raddir hljómi samtímis. Þegar öllu var á botninn hvolft gátu hráar tónsmíðaaðfeðir Jóns Leifs aldrei orðið fyrirmyndin að þeirri hreinu list sem nasistar vildu rækta í ríki sínu. (Bls. 185) Enda segir Árni: „Velgengnin sem Jón hafði notið í Þýskalandi á undanförnum árum gufaði upp á augabragði.“(Bls. 212) Jón skrifaði síðar ritið Islands künstlerische Anregung eða Listhvöt Íslands sem var gefið út árið 1950. Þar reifar hann hugmyndir sínar til að hreinsa af sér þennan áburð og þar má segja að fáfræði hans kom berlega í ljós: „Ekki renndi hann grun í að bókin myndi koma mörgum fyrir sjónir sem útvötnuð nasista­ heimspeki og ætti beinlínis eftir að stuðla að niðurlægjandi móttökum á tónlist hans.“ (Bls. 296) Eftir stríð tók við dramatískasta tímabilið í ævi Jóns Leifs. Í stríðslok, eftir að hann hafði komið fjölskyldu sinni í öruggt skjól í Svíþjóð, skildi hann við eiginkonu sína enda hafði hjónabandið staðið á brauðfótum um árabil. Hún tók því mjög illa – hún hafði lagt allt í sölurnar fyrir hann og í raun hætt við sinn eigin feril til að gerast umboðsmaður hans. Trú hennar á hæfileika hans var óbilandi og náði út yfir allt – og ekki virðist hún hafa dregið úr þeim mikilmennskuórum sem greina má hjá honum strax uppúr tvítugu. Við dauða yngri dóttur þeirra, Lífar, sem drukknaði við strendur Svíþjóðar aðeins sautján ára gömul árið 1947 vann Jón sig útúr sorginni með því að semja tónlist sem beinlínis fjallar um dauða hennar. Afraksturinn var fjögur verk, meðal annars tvö af þekktustu verkum Jóns, kórverkið Requiem (1947) eða sálumessa sem jafnframt er ein best heppnaða tónsmíð hans, og Vita et mors (Líf og dauði, 1948–51) sem er annar strengjakvartett hans, þar sem hann vinnur með margar sömu hugmyndir og í kórverkinu. Jón hafði gert það sama þegar faðir hans lést árið 1929, verkin sem hann samdi í þeirri sorg eru t.d. sér­ kennilega fallegt lag við bænina Vertu guð faðir, faðir minn, útsetning á Allt eins og blómstrið eina og lag við upphafserindi Passíusálma Hallgríms, Upp, upp mín sál. Þjóðhvöt, sem hann samdi öðrum þræði í tilefni af Alþingishá­ tíðinni árið 1930, varð líka requiem – sálumessa yfir föður hans, enda er það verk fullt af sorg og dauða. Þegar móðir hans lést svo árið 1961 samdi hann Hinstu kveðju fyrir strengjasveit. Líf var grafin á Íslandi að ósk móður hennar, og eftir það gat Annie hvergi annars staðar hugsað sér að vera og hér bjó hún ásamt eldri dóttur þeirra, Snót, til dauðadags. Árni lýsir mjög átakanlega hvernig Annie dró fram lífið á örlít­ illi kennslu og stóð oft og horfði upp í gluggana á Freyjugötunni þar sem Jón bjó þá með síðustu eiginkonu sinni, Þorbjörgu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.