Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 138
D ó m a r u m b æ k u r
138 TMM 2010 · 3
Jón var þrígiftur. Hann átti í stuttu og sérkennilegu hjónabandi með sænskri
konu á árunum 1950–56, en lengst af því tímabili var hjónabandið aðeins á
pappírnum. Árið 1956 gekk hann svo að eiga Þorbjörgu Möller, sem tók sér
eftirnafnið Leifs. Þau voru gift þar til Jón lést árið 1968 og eignuðust einn
son.
Hugmyndir Jóns um vöxt tónlistarlífsins á Íslandi voru alla tíð mjög fram
sæknar og óhætt að segja að þar hafi hann verið langt á undan sinni samtíð.
Allar götur frá árinu 1921 lét Jón sig íslenskt tónlistar og menningarlíf miklu
varða og átti í illdeilum við marga menn í tengslum við þann áhuga. Hann kom
fram með margar hugmyndir til eflingar íslensku tónlistarlífi, hafði háar hug
myndir um ríkisútvarp og kom að starfsemi þess með skrautlegum hætti eins
og hans var von og vísa og Árni rekur á greinargóðan hátt – hann kom að
stofnun Tónskáldafélags Íslands, STEFS – Samtaka réttindahafa tónlistar,
Bandalag íslenskra listamanna var stofnað að hans frumkvæði, og svona mætti
lengi telja. En kapp hans og hvatvísi varð til þess að menn risu oft öndverðir
gegn hugmyndum hans, ekki endilega vegna þess að hugmyndirnar sjálfar
væru slæmar, heldur allt eins vegna framsetningarinnar. Hugmyndirnar voru
reyndar oft taldar loftkastalar – og voru það kannski á þeim tíma sem þær
komu fram, þótt margar þeirra hafi orðið að veruleika síðar.
II.
Jón Leifs lifði á viðsjárverðum og dramatískum tímum sem gerir sögu hans oft
og tíðum mjög spennandi. En persónuleiki hans sjálfs er þó það afl sem veldur
flestum viðsjám í lífi hans. Hann hafði alltaf óraunsæjar væntingar til allra
hluta, hvort sem það var gildi verka hans og viðtökur eða þær stöður sem hann
taldi sig eiga rétt á – og greiðslur fyrir unnin störf. Hann var sjálfselskur og
sjálfmiðaður og allt sem hann tók sér fyrir hendur miðaðist við hann sjálfan,
tónlist hans og þrá eftir því að verða mikið tónskáld. Þetta sést strax í bréfum
hans þegar hann var ungur maður og þegar leið á ævi hans markaði þessi þrá
öll samskipti hans við ástvini hans og vini. Dóttir hans Snót sendi honum
óvægnar línur eftir dauða Lífar sem segja meira en mörg orð og sýna að hún
hefur haft glöggan en um leið beiskan skilning á karakterbrestum hans.
Þú leist ekki á eiginkonu þína og börn sem sköpunarverk Guðs, sem þú barst ábyrgð
á, heldur leistu á okkur sem verkfæri þinna eigin hugmynda. Að gera manns eigið
vesæla sjálf að mælikvarða allra hluta er til vitnis um hættulega mikið sjálfsöryggi
[…] (Bls. 278)
Jón bjó við þann harm að eitt barna hans drukknaði rétt þegar lífið átti að vera
að byrja, kannski var það afleiðing af erfiðum skilnaði foreldra hennar. Hin tvö
þjáðust af geðklofa.