Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 140

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2010 · 3 íslensk borgaraleg hámenning varð til – ásamt Jóhannesi Kjarval og öðrum sérvitringum. Tónn Árna í þessari upphafsfrásögn er örlítið stirður og ópersónulegur, og allt að því of nálægur tóni ofangreindra ævisagnaritara, það er engu líkara en virðing hans fyrir viðfangsefninu – það er að skrifa ævisögu þar sem nálgunin er ekki eingöngu tónlistarfræðileg – geri honum erfitt fyrir. Sjálft viðfangs­ efnið – Jón Leifs – er líka þannig maður að snúið getur hafa verið að finna rétta tóninn í frásögninni. Þetta er þó aðeins sjáanlegt í blábyrjuninni. Sjálfstraustið fer fljótlega vaxandi og stíllinn og frásögnin verða öruggari, enda er Árni mjög vel ritfær og þarf ekki að leita fanga hjá öðrum en sjálfum sér um frásagnar­ háttinn. Og smátt og smátt rennur upp fyrir lesandanum að frásagnarmátinn, línulegur og hefðbundinn og dálítið ópersónulegur, er einmitt rétti tónninn til að kljást við Jón Leifs. Leikræn tilþrif eru samt ærin. Aftanmálsgreinar eru til skýringar, og þar má til dæmis lesa texta bréfa á frum­ málum, en standa ekki inni í eða fyrir neðan textann á hverri síðu, sem er kostur í bók af þessu tagi; lesandinn ræður hversu ýtarlega hann vill fara í saumana á textanum. Vilji lesandinn kafa djúpt er það auðsótt mál, því allt aukaefni er mjög vel unnið, og fengur að greinargóðum listum og skrám aftan við meginmál. Þetta er raunar lykillinn að nálguninni – Árni nálgast við­ fangsefnið sem fræðimaður, enda má segja að nauðsynlegt sé að þekkja og skilja manninn til að geta greint tónlistina til fulls. Með því að lesa um þrjósku Jóns og öfgar í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur, opnast ný sýn á stað­ festuna í tónmálinu sem breyttist lítið eftir 1922, og á þessa ferköntuðu og sérstöku tónlist sem líkist engri annarri. IV. Og tónlistin er, þegar allt kemur til alls, það sem mestu máli skiptir. Strax þegar Jón var á sextánda ári má sjá í skrifum hans tvö leiðarstef sem fylgdu honum alla tíð – og Árni bendir á: Þetta eru áhugi á fornsögunum og hetjum þeirra, og hrifning á náttúru landsins, krafti hennar og fegurð. Og hvort tveggja var honum endalaus uppspretta hugmynda. Hér má nefna ýmis verk sem falla undir hið fyrrnefnda: Til dæmis sönglög eins og Þjú erindi úr Hávamálum op. 4, Ástarvísur úr Eddu op. 18b og sjálfa Eddu­óratóríuna, risavaxið verk í þremur hlutum sem hann hóf að semja árið 1935 og lést frá síðasta hlutanum ófullgerðum árið 1968, þar sem textar eru sóttir í Eddukvæði og Snorra­Eddu, og Sögusinfóníuna þar sem fornum hetjum er lýst með tónum. Undir hið síðar­ nefnda falla sinfónísku forleikirnir sem bera nöfn hinna ýmsu náttúrufyrir­ brigða: Geysir og Hekla, bæði frá árinu 1961, Dettifoss frá 1964 og Hafís frá 1965. Þetta hvort tveggja sameinast svo í sviðsverkinu Baldri (1943–47) sem segir frá Loka og Baldri, hinum hvíta ás, og baráttu góðs og ills og lýkur á voldugu eldgosi, sem segja má að vísi fram á við, til Heklu. Jón var svo sannar­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.