Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 63
A f l a n d a m æ r a h é r u ð u m C l i o o g b ó k m e n n t a g y ð j a n n a TMM 2013 · 2 63 Þegar ég djúpt inni í liðinni öld lærði sagnfræði var siðfræðin innifalin í aðferðafræðinni, býst ég við. Sjálf skynjaði ég það sem glæp á við að drepa mann að fara rangt með eitthvað. Ég hafði vinnuaðstöðu í Stofnun Árna Magnússonar í þrjú ár og um mig fór hrollur þegar karlveldið þar talaði um bækur sem í hafði fundist villa og einhver sagði: „Þessi bók hefði aldrei átt að koma út“. Albúinn cand. mag. plús kennslufræðingur lenti ég í því að skrifa bækur, mig skorti doktorsgráðu og gat því ekki farið að naga háskóla- þröskulda með kollegunum. Tilviljunin hagaði því svo að ég var beðin um að skrifa fyrstu þrjár bækur mínar. Sögufélag, undir forsæti Einars Laxness, vildi að ritgerð mín um búskap í Reykjavík, sveit móðurmóðurfólksins míns, birtist í ritröðinni Safn til sögu Reykjavíkur. Þá gekk ég í gegnum skelfilega hræðslu. Mér fannst hreinlega að gerði ég mig óvart seka um villu yrði ég „tekin af lífi“ fyrir glæp gegn mannkyni. Ómeðvitaður subbuskapur gæti leitt til villu, sem myndi svipta mig og ætt mína heiðri til eilífðar nóns. Í sagnfræðinni skynjaði ég sem aðrir af minni kynslóð þrjá ólíka skóla. Sá þýski var þurr og hundleiðinlegur skóli Leopolds von Ranke, sem vildi gera sagnfræði að beinni tilvísun í heimildir, a la raunvísindi sem er út í hött. Það þarf alveg sérstaka sérfræðingaheila til að hugljómast af slíkum texta, þá tegund af heila sem þegar hefur hlaðið miklum upplýsingum á það jólatré sem söguskynjun er. Þurrasti biti ilmar í höfði slíks lesanda í barri liðins tíma. Slíkur texti hrífur bara aðra fræðimenn, þá sem gjörþekkja sviðið. Algjör elítismi og taut ofan í bringuna sem sagt. Enska sagnfræðiskólann skynjaði ég gegnum fræðirit sem ég las í enskudeildinni og heillaðist af, lifandi stíl sem innblæs vídd, mannlegheitum og gleði. Björn Þorsteinsson, minn mentor og hvatningsmaður flestra sagn- fræðinga af minni kynslóð, var af þessum skóla. Hann var oft í dálitlu klúðri með tilvísanir, skildist mér af þeim sem hjálpuðu honum með frágang bóka, enda fiskur eins og það heitir á fornu máli frá Babýlón. Fór aldrei með stað- reyndarullur, var alltaf innblásinn, hvorki með límheila né alfræðiheila, hafði áttað sig á því að framlenging heilans, bækur og ritað orð, geymdi stað- reyndirnar og að heilann mátti nota til hugljómunar og innlifunar. Þriðji sagnfræðiskólinn sunnan úr álfu er sá franski, annalskólinn og angar út úr honum byggðu á franskri heimspeki og innblásnari og fágaðri, gáfulegri rithefð, en sá þýski og enski. Hann braust út úr sagnfræði sem takmarkaði sýnina við skjalasöfn pólitískrar sögu og reyndi að endurskapa fortíðina eins og hún var, sjálfan hversdagsleikann. Hagsögu og félagssögu. Greind voru þrenn heimspekileg tímahugtök: Langa saga eða longue durée, kannar mikilvæga þætti, svo sem bernsku, í ljósi aldalangrar þróunar. Langa saga skynjar hægar breytingar innri strúk- túra menningar. Írskir ættfræðingar líta á DNA-fléttur sem ekki breytast þótt þúsaldir líði sem longue durée. Prospografía fellur undir þennan tímahatt, er innan félagssögu og beitir ættfræði, onomastics eða nafnfræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.