Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 71
Vi ð s t a ð l e y s u t a k þ ú m i n n i TMM 2013 · 2 71 árum og í sovéskri gagnrýni er vel fagnað ágætu skáldi um leið og það er jafnan tekið fram að hann sé einlægur vinur Sovétríkjanna. Um 1960 verður svo ljóst að pólitísk trú Halldórs er á förum, eins og rækilega kom fram í minningabók hans Skáldatíma (1963). Þar iðrast Halldór þess að hafa tekið þátt í „sjálfshóli stalínismans“ og „lakkeríngu á eymd og mistökum“ og þó ekki síst túlkunar sinnar á pólitískum réttarhöldum í Moskvu á fjórða áratugnum.3 Halldór segir svo rækilega skilið við fyrri skoðanir og afstöðu, að hann heldur því hiklaust fram að „flestum mönnum mun hafa virst erfitt að draga fram öflugri rök gegn sósíalisma en sovétskipulagið var undir Stalín.“4 En taki menn eftir því, að rússneskir vinir Halldórs, þýðendur, gagnrýnendur og aðrir, reyna sem best þeir geta að leiða þessi sinnaskipti hjá sér. Þeir þegja yfir þeim en halda áfram að leggja áherslu á vinsamlega afstöðu Halldórs bæði til Sovétríkjanna og svo til Rússa og rússneskrar menningar. Halldór gerir þeim sjálfur þann leik auðveldari með því að taka það fram í Skáldatíma að „af öllum þjóðum sem mér eru fjarskyldar að máli og menníngu hef ég töfrast mest af rússum.“5 Slíkir gullhamrar á báða bóga minna einmitt á það, að hið „gerska ævintýri“ Halldórs Laxness er um margt ólíkt sögu margra annarra skálda og menntamanna sem á þessum árum tóku blinda trú á hina sovésku tilraun með mannlegt félag en hristu hana síðan af sér, fullir beiskra vonbrigða. Í dæmi Halldórs koma saman fleiri þræðir. Fyrir utan þann pólitíska útópisma eða staðleysutrú sem Halldór lét freistast af megum við greina í samskiptum hans við Sovétrússland og rússneska lesendur sérkennilegt samspil annarra útópískra hneigða, sem tengdu hann við Rússa og rússneska menningu og löðuðu um leið rússneska lesendur að verkum hans. Hin pólitíska staðleysa er ekki í tísku nú um stundir. Reynsla síðustu aldar hefur kennt mönnum að óttast hverskyns áform um að útrýma félagslegu ranglæti með skjótum og þá um leið gerræðislegum hætti og koma á allt öðruvísi samfélagi réttlætis og jöfnuðar. Útópían hverfist í andstæðu sína, verður dystópía, sælustaður hins fullkomna skipulags að illum stað altæks ófrelsis – þetta er reyndar fastamynstur í mörgum skáldverkum seinni áratuga þar sem reynt er að skoða hvað gerist eða gæti gerst í mannlegu félagi ef að vissar hneigðir innan þess verða allsráðandi. En hinu skal heldur ekki gleyma, að staðleysur, útópíur, geta samt sem áður haldið áfram að gegna jákvæðu hlutverki að vissu marki – sem form umræðu eða orðræðu um leit að leiðum til betra mannlífs eða öflugri og djúptækari menningar. Því eins og einn ágætur útópíufræðingur, Krishan Kumar, bendir á, þá gera staðleysur ekki aðeins ráð fyrir einhverri ómögulegri fullkomnun sam- félagsins; í þeim vega með nokkrum hætti salt hugmyndir um ástand sem getur aldrei orðið og framtíðarsýn sem á einhvern rauntækan hátt er innan seilingar mannfólksins.6 Það er sem fyrr auðvelt að taka undir við Oscar Wilde sem komst svo að orði að það vanti eitthvað sérlega mikilvægt á það heimskort sem sleppir Útópíunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.