Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 98
M a g n ú s B j a r n a s o n 98 TMM 2013 · 2 bandalagsins sem lægstu verðbólguna höfðu; (2) Ríkisfjármálin þurfa að vera í lagi þannig að skuldir ríkissjóðs séu innan við 60% af þjóðartekjum eða a.m.k. nálgist það mark. Ennfremur má halli ríkissjóðs (eyðsla umfram tekjur) ekki vera meiri en 3% af þjóðartekjum, nema um smávægileg og tímabundin frávik sé að ræða; (3) Gengissveiflur síðustu tvö árin fyrir upptöku evru mega ekki hafa verið meiri en 15% upp eða niður. Ennfremur má ríkisstjórnin ekki hafa fellt gengið af sjálfsdáðum á tímabilinu; (4) Langtímavextir á lánum mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim þremur ríkjum bandalagsins sem lægstu verðbólguna höfðu. Rétt er að benda á að ekki öll evruríkin uppfylla þessar kröfur í augnablikinu, þótt þau hafi gert það við upptöku evrunnar. Það eru því f leiri Evrópuþjóðir en Íslendingar sem þurfa að taka sig á í stjórn efnahagsmála. 14 Að falsa ríkisbókhaldið eins og Grikkir gerðu til að svindla sér inn í evrusvæðið er ávísun á frekari vandræði. Vandamál Grikkja er skuldavandamál en ekki evruvandamál, en við upp- töku evru geta ríkisstjórnir ekki lengur prentað peningaseðla að vild til að borga skuldir sínar. Peningaprentun eykur ekki verðmæti sem slík heldur veldur hún verðbólgu. Með peninga- prentun umfram hagvöxt kemst ríkið yfir eignir fólks og fyrirtækja með því að rétta þeim pappírsseðla en fær vörur og þjónustu í staðinn. 15 Þessum málum eru gerð ítarleg skil í sérriti Seðlabanka Íslands um valkosti í gjaldmiðilsmálum gefnu út í september 2012, og í 5. kafla The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century, útgefin 2010. 16 Ekki öll Evrópuríki hafa enn tekið upp evruna. 17 Því má ekki gleyma að viðskiptabankar eru ekki þjóðfélagsstofnanir eins og tryggingarstofnun, heldur einkafyrirtæki sem hafa það að markmiði að skila hagnaði til eigendanna, alveg eins og önnur fyrirtæki. 18 Sjá vaxtatöflur Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Íslands. Vitaskuld er ekkert sem „bannar“ Seðlabanka Íslands að lækka vexti á Íslandi einhliða og halda uppi sama aga í fjármálum og t.d. Þjóðverjar hafa haft í mörg ár. 19 Krónan hefur ekki verið á frjálsum markaði síðan 2008 og afnám núverandi gjaldeyrishafta mun valda gengisfalli krónu. 20 Kostnað við ESB-aðild þarf að greiða úr ríkissjóði og til þess þarf ríkið skatttekjur sem leggjast á fólkið í landinu. Ef kostnaður ríkisins við núverandi landbúnaðarstyrki er látinn renna á móti aukakostnaði af ESB-aðild þarf ekki að auka skatta, nema síður sé. Þessi kostnaður yrði annars rúmar 20.000 kr á mannsbarn (7 milljarðar deilt með 320 þúsund íbúum). Finnar fengu sérstaka tímabundna undanþágu frá ESB til að styrkja sinn landbúnað umfram ESB-styrkina með fé finnskra skattborgara (fyrir utan ákvæðið um heimskautalandbúnað sem gildir um nyrstu héruð ESB). Sænskir bændur kvörtuðu við ESB yfir að finnskir bændur fengju inn- lenda ríkisstyrki umfram ESB-styrkina, sem skekkir samkeppnisaðstöðu því vörur beggja eru seldar á sama markaði. Ríkisstyrkir til sumra og annarra ekki eru almennt ekki leyfðir innan ESB. Ljóst má því vera að aðild að ESB mun innan nokkurra ára aðlögunartíma draga stórlega úr útgjöldum íslenskra skattborgara til landbúnaðar og sérstaklega til „eigenda“ mjólkur- og kindakvóta sem þiggja 10 milljarða á ári (100 þúsund kr. á ári á hverja 4ra manna fjölskyldu), en á móti kemur kostnaður við ESB-aðild sem að stórum hluta rennur til landbúnaðarins (pen- ingagreiðslur í hringi á einföldu máli). 21 Sjávarútvegi eru gerð ýtarleg skil í 7. kafla „The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century“. 22 Finnar og Svíar mættu verðlækkunum á landbúnaðarafurðum með hagræðingu í landbúnaði, og býlum hjá þeim fækkaði en þau stækkuðu, sem reyndar er tilhneiging alls staðar í Evrópu. 23 Rétt er þó að minna á aftur að ESB, sem m.a. tolla- og landbúnaðarbandalag, hefur ákveðnar innflutningstakmarkanir á sínum ytri landamærum, þótt innri markaðurinn sé frjáls. 24 Sjá t.d. 5 kafla í The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century, http://dare.uva.nl/en/record/349694.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.