Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 17
ÖFEIGUR
15
mála Krishnamurta, gerðist hann styggur við Jón Árna-
son og lagði lögbann á, að hann mætti sem þjóðbanka-
stjóri prédika ráðdeild og heiðarleika í Tímanum. Eftir
alllanga bið fékk grein bankastjórans inni í Mbl., með
skarpri athugasemd frá Ólafi. Þótti fyrirmönnum lands-
ins óþarft að Jón væri að vinna á móti flutningi seðla-
pressunnar í kjallarann. Seint í sumar var Jón Árna-
son á leið til Miklagarðs á vegum Alþjóðabankans.
Þóttist Benjamín þá komast í skotfæri við heppinn
fyrirrennara í lántökumálum og skaut á Jón reyk-
skoti í Tímanum. Jón svaraði eins og sæmir aldamóta-
manni, því hann er fæddur rithöfundur og hefur um
dagana séð ýmislegt markverðara en Benjamín. Ef
Nóbelsverðlaun væru gefin hér á landi fyrir ágætar
blaðagreinar, ætti þessi sjötugi Skagfirðingur að fá
þann heiður. En greinin hafði sömu áhrif á Benjamín
eins og saltarahögg Sæmundar á selinn. Hefur lítið
borið á Benjamín í vetur. Mun nú helzt í ráði á hærri
stöðum, að fylgja gömlu ráði Ófeigs að senda hann
vestur á Kyrrahafsströnd til að mæta þar fyrrverandi
guði Aðalbjargar. Geta þessir starfsbræður þá, það
sem eftir er ævinnar, gengið um í kvöldsvalanum og
borið saman dýrkunarmátt Islendinga.
Lagarfoss er glæsilegasti, auðveldasti og öruggasti
virkjunarstaður á Islandi. Allt þingið samþykkti, að
virkja skyldi fossinn handa Austfirðingum. Allir menn
í fjórðungnum vildu og þráðu þessa framkvæmd. Vonin
um virkjun Lagarfoss var ljós á vegum þess fólks, sem
býr lengst frá brunni auðlegðar og valda. Allir raffræð-
ingar stjórnarinnar mæltu með þessari framkvæmd.
Eftir nokkra mánuði snýr Eysteinn Jónsson við blað-
inu og býður Austfirðingum í staðinn húmbúgsstöð við
smáá, sem botnfrýs og þornar eftir veðurfari, og húm-
búgsþráð yfir öræfin. Þetta tvíþætta húmbúg kostar
jafnmikið eins og virkjun Lagarfoss, að dómi verk-
fræðinganna. Allt, sem búið var að ákveða í mál-
inu, fyrirheit, löggjöf og sáttmálar um Lagarfoss,
var gert að brigðmálum. Steingrímur Steinþórs-
son var sendur að Egilsstöðum til að reyna að fá
Austfirðinga til að svíkja sjálfa sig. En þeir gáf-
ust ekki upp; þeir sendu fulltrúa til Reykjavík-
ur til að biðja mesta óvin sinn griða, en grið voru