Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 17

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 17
ÖFEIGUR 15 mála Krishnamurta, gerðist hann styggur við Jón Árna- son og lagði lögbann á, að hann mætti sem þjóðbanka- stjóri prédika ráðdeild og heiðarleika í Tímanum. Eftir alllanga bið fékk grein bankastjórans inni í Mbl., með skarpri athugasemd frá Ólafi. Þótti fyrirmönnum lands- ins óþarft að Jón væri að vinna á móti flutningi seðla- pressunnar í kjallarann. Seint í sumar var Jón Árna- son á leið til Miklagarðs á vegum Alþjóðabankans. Þóttist Benjamín þá komast í skotfæri við heppinn fyrirrennara í lántökumálum og skaut á Jón reyk- skoti í Tímanum. Jón svaraði eins og sæmir aldamóta- manni, því hann er fæddur rithöfundur og hefur um dagana séð ýmislegt markverðara en Benjamín. Ef Nóbelsverðlaun væru gefin hér á landi fyrir ágætar blaðagreinar, ætti þessi sjötugi Skagfirðingur að fá þann heiður. En greinin hafði sömu áhrif á Benjamín eins og saltarahögg Sæmundar á selinn. Hefur lítið borið á Benjamín í vetur. Mun nú helzt í ráði á hærri stöðum, að fylgja gömlu ráði Ófeigs að senda hann vestur á Kyrrahafsströnd til að mæta þar fyrrverandi guði Aðalbjargar. Geta þessir starfsbræður þá, það sem eftir er ævinnar, gengið um í kvöldsvalanum og borið saman dýrkunarmátt Islendinga. Lagarfoss er glæsilegasti, auðveldasti og öruggasti virkjunarstaður á Islandi. Allt þingið samþykkti, að virkja skyldi fossinn handa Austfirðingum. Allir menn í fjórðungnum vildu og þráðu þessa framkvæmd. Vonin um virkjun Lagarfoss var ljós á vegum þess fólks, sem býr lengst frá brunni auðlegðar og valda. Allir raffræð- ingar stjórnarinnar mæltu með þessari framkvæmd. Eftir nokkra mánuði snýr Eysteinn Jónsson við blað- inu og býður Austfirðingum í staðinn húmbúgsstöð við smáá, sem botnfrýs og þornar eftir veðurfari, og húm- búgsþráð yfir öræfin. Þetta tvíþætta húmbúg kostar jafnmikið eins og virkjun Lagarfoss, að dómi verk- fræðinganna. Allt, sem búið var að ákveða í mál- inu, fyrirheit, löggjöf og sáttmálar um Lagarfoss, var gert að brigðmálum. Steingrímur Steinþórs- son var sendur að Egilsstöðum til að reyna að fá Austfirðinga til að svíkja sjálfa sig. En þeir gáf- ust ekki upp; þeir sendu fulltrúa til Reykjavík- ur til að biðja mesta óvin sinn griða, en grið voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.