Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 43
ÖFEIGUR
41
í 3 miljóna kr. skuld. Það varð nú meginatriði í vöm
Gunnars og velvildarmanna hans, að láta búðina
sökkva, enda varð henni ekki við bjargað, en freista
að láta Lillu rétta við og verða atvinnufyrirtæki Hall-
hjónanna.
Ólafur Þorgrímsson þóttist nú allvel settur með þessu
björgunarmál. Hann vonaði, að allir eða nálega allir
lánardrottnar Gunnars væru komnir fram með kröfur
sínar, þar sem liðnir voru þrír mánuðir síðan almenn-
ingi varð ljóst, hversu hag Gunnarsbúðar var komið.
Fjáraflamennirnir gáfu sakadómara skýrslur hver af
öðrum, en mál þeirra eru svo hliðstæð, að ekki þýðir
að rekja sögu hvers einstaks, nema þeirra, sem voru
að einhverju leyti frábrugðin fjöldanum. Jón Hregg-
viðsson var svo sem vænta mátti í fremstu röð. Þver-
neitaði hann að hafa lánað með ólöglegum vöxtum,
en aðrar heimildir bentu til að honum hafi þótt 75%
viðhlítandi vaxtahæð. Nokkuð bar á því, að starfs-
bræðrum Jóns þótti nóg um þá viðurkenningu, sem
Jón hafði fengið bæði fyrir bókmenntir og lagakunn-
áttu. Er lesendum Ófeígs áður kunn vísa sú, er Jón
orti um mannlífið eftir að hann var orðinn frægur
maður í sambandi við fjáraflaplön sín. Erindi Jóns
var sem hér segir:
,,Ó, hve sælt er að dreyma,
dreyma um það sem er bjart.
Þó er hitt sælla að gleyma,
gleyma því, sem er svart.“
Síðasti keisari Rússa orti frægt erindi áður en bolsi-
vikar fluttu hann úr hásætinu.
„Heldur snemma hjartað fraus.
Hrekst ég einn á bárum.
Sef og vaki sólarlaus,
sviftur gleði og tárum.“
Harmur lífsins sækir að öllum, bæði í höllum kon-
unga og húsum fjáraflamanna í Reykjavík. Eitt af
stórskáldunum þýddi keisaravísuna á íslenzku. Jón
Hreggviðsson keppir ekki við þjóðhöfðingja og þjóð-
skáld, en hann túlkar eins og keisarinn löngun dauð-