Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 20
18
ÓFEIGUR
upphaf að frelsisstríði til að losa Eystein og stuðnings-
lið hans endanlega úr hinum niðurlægjandi samvistum
við sína íhaldssömu stallbræðiu*.
*
Ráðherrar Framsóknar virðast hafa verið seinir að
uppgötva spillingu samstarfsmanna sinna, því að á
stjórnarheimilinu hefur allt verið í mikilli friðsemd og
vináttu fram að flokksþingi. Báðir flokkamir hafa lagt
milljarðsfjórðtmg í sköttum á landsfólkið og skipt því
bróðurlega. Á Vellinum hafa stuðningsmenn beggja
flokka skipt með sér til helminga hinum ótalmörgu
matarholum, sem veita milljónum amerískra dollara
inn í fjármálakerfi landsins.
*
„Friðurinn“ um Völlinn nær miklu lengra heldur en
til liðsodda stjórnmálanna og helmingaskiptamanna
suður með sjó. Útvegsmenn verða að sækja erlenda
sjómenn hundruðum saman til annarra landa. Bændur
vilja fá erlent verkafólk í stríðum straumum, ef þeir
geta. Útvegsmenn og bændur vita, að Völlurinn og
allt, sem af honrnn flýtur, er þeirra mikli keppinautur
um vinnuaflið. Ekkert væri eðlilegra en að útvegs-
menn héldu fjölmenna fundi og bæðu stjórnina að
segja Bandaríkjastjóm, að fyrst hún vilji vígbúa land-
ið, þá verði hún að flytja hingað nægilegt starfsfólk
til að vinna öll störf fyrir herinn. Vitaskuld ættu bænd-
ur að taka undir þessa kröfu, og það því fremur sem
víða horfir til landauðnar og á mörgum sveitaheim-
ilum eru börn og gamalmenni að mestu ein við dag-
leg framleiðslustörf.
*
En engar slíkar ályktanir koma frá framleiðendum
til landsjpg sjávar. Ekki féll heldur eitt orð í þessa átt frá
400-manna fundi Framsóknar. Ástæðan er auðsæ. Allar
stéttir landsins líta hýrum vonaraugum á Völlinn og
allar þær tekjulindir, sem standa í sambandi við hann.
Án Vallarins mundu Eysteinn og Gunnar Thoroddsen
búa við sama ástand eins og ríkti hér 1947—48. Bíl-
amir stæðu hundruðum saman vanhirtir á aðalgötum
Reykjavíkur. Hinar dýru vinnuvélar bændanna mundi
skorta eldsneyti. Bændumir byrjuðu að leita að göml-
um sláttuvélum og aktýgjum, til að reyna að komast
hjá að nota aftur orf og ljá við heyskapinn. Ferðir