Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 51

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 51
ÖFEIGUR 49 Hlutverk málfærslumanns var þá aðallega að sjá um samningana viðvíkjandi umræddri sölu og leigu. Þess vegna fór Guttormur heim til frú Blöndal, og var nokk- uð rætt um þetta málefni. Síðan ræddi Guttormur við Ólaf Þorgrímsson. Sama kvöld hringir Hermann Jón- asson til Guttorms og innir hann eftir hvernig gangi með samningagerðina og leigu húsnæðisins. En þetta sama kvöld vaknaði hugur hjá kaupsýslumönnum að styðja fyrri eigendur til að halda verzluninni áfram. Tók Guðiaugur þá málið að sér, svo að það kom aldrei á snæri Guttorms, og var hann ekki við það riðinn nema part úr degi. Dómarinn spyr nú Guttorm, á hverskonar vegum Hermann hafi verið í þessu sam- tali. Skýrir Guttormur svo frá, að Hermann hafi hringt sig upp og sagzt hafa frétt, að hann ætti að sjá um samningana og lét í ljós, að bankastjóri Búnaðarbank- ans sé orðinn áhyggjufullur út af því hve samningar þessir dragist á langinn, og spurði hvort samningum mundi ljúka fljótlega. Ekki sagði hann neitt um á hvers vegum hann ræddi málið. Samtalið var stutt, og síðan farið inn á önnur efni. Þrem dögum síðar er Hermann kvaddur fyrir réttinn til að gera grein fyrir samtalinu við Guttorm. Hermann 'segir að eftir því sem hann geti bezt munað, hafi hann frétt, að Guttormur væri með málið fyrir frú Blöndal, og þess vegna segist hann hafa talað einu sinni við Guttorm og spurt hvernig málið gengi. Ástæðan var sú, að bankastjóri og bankaráð hafi haft áhyggjur út af því hve samningar um skuldir Ragnars Blöndal gangi seint. Á því stigi töldu þeir vafasamt, að skuldirnar væru nægilega tryggðar. Segir Hermann að sig minni, að bankaráðið hafi á tveim fundum rætt málið og talið nauðsynlegt að flýta samningum og tryggja skuidir. Þetta hafi verið ástæðan til að hann átti samtal við Guttorm. Hermann bætti því við, að hann hafi af sömu ástæðu staðið í sambandi við Ölaf Þorgrímsson, til að fylgjast með gangi málsins. * Þegar málið hafði verið rannsakað allítarlega fram í júlímánuð, var ég kvaddur til viðtals og spurt hvort ég óskaði málfærslumanns og hvern ég vildi fá. Bað ég um frest til að útvega verjanda. Lét jafnframt bóka, að úr því að Hermann Jónasson vildi beina þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.